Rafíþróttir

Rafíþróttir

Umfjöllun um Ljósleiðaradeildina og rafíþróttir á Íslandi.

Leikirnir





    Fréttamynd

    ÍA tók Blika á enda­sprettinum

    Breiðablik og ÍA mættust á Overpass. Breiðablik hófu leikinn í vörn en töpuðu skammbyssulotunni í upphafi leiks. Í hófu leikinn töluvert betur og komust í stöðuna 1-5 eftir sex lotur.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Sigurganga FH heldur áfram

    FH og ÍBV mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn var spilaður í kjarnorkuverinu á Nuke og stilltu Eyjamenn sér upp í vörn í fyrri hálfleik.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Saga vann langþráðan sigur í botnbaráttunni

    Breiðablik og Saga mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikur þeirra fram á Ancient þar sem Blikar hófu leikinn í vörn. Saga vann langþráðan sigur og getur farið að hugsa sér að slíta sig frá botnbaráttunni.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Fundu sigurinn í þriðju framlengingu

    Þór og Saga mættust í Ljósleiðaradeildinni í lengsta leik tímabilsins til þessa, en leikurinn fór í þriðju framlengingu. Spilað var á Anubis þar sem Þórsarar stilltu sér upp í varnarstöðu í fyrri hálfleik.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Tilþrifin: WZRD galdrar fram sigur FH

    Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það WZRD í liði FH sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Ármann felldi meistarana

    Leikurinn fór fram á Ancient og hófu NOCCO Dusty-menn leikinn í vörn. Dusty voru enn taplausir í deildinni fyrir leik en Ármann byrjuðu leikinn þó mun betur og tóku fyrstu 6 loturnar með þó nokkrum yfirburðum.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    FH hafði betur gegn Blikum

    Leikurinn fór fram á Anubis og byrjuðu Blikar leikinn í vörn. FH-ingar tóku fyrstu tvær loturnar en leikmenn Breiðabliks voru ekki lengi að jafna stöðuna í 2-2. Hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu og staðan var orðin 6-6 eftir tólf lotur.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Atlantic aftur á sigurbraut

    Leikurinn fór fram á Nuke og hófu Saga-menn leikinn á að sigra skammbyssulotuna í sókn. Byrjunin var þeim áfram í hag, en eftir 6 lotur var staðan 2-4. Atlantic náðu þó að taka leikinn föstum höndum og sigruðu hvorki meira né minna allar lotur sem eftir lifðu hálfleiks. Brnr leiddi fellutöfluna og var með yfir 20 fellur í fyrri hálfleik.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Ten5ion með nauman sigur

    Leikurinn fór fram á Vertigo þar sem ÍA tóku hnífalotuna og völdu að byrja í vörn. Leikurinn fór jafn af stað eftir af ÍA tóku skammbyssulotuna og staðan var 2-2 eftir 4 lotur. Yzo, leikmaður Ten5ion náði ás í sjöttu lotu leiksins til að koma stöðunni í 3-3.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Þórsarar halda sigurgöngunni áfram

    Fyrsti leikur ofurlaugardagsins fór fram á Anubis þar sem Þórsarar stilltu sér upp í vörn gegn Eyjamönnum í vörn. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og tóku skammbyssulotuna ásamt lotu tvö, en Eyjamenn voru fljótir að ná lotu til baka.

    Rafíþróttir
    Fréttamynd

    Ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni

    Á morgun er ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni, en ofurlaugardagar fela í sér að heil umferð er spiluð á einum og sama deginum. Fyrsti leikur hefst kl. 17:00 og fer öll útsendingin fram í Arena, þar sem gestagangur verður hjá lýsendum kvöldsins.

    Rafíþróttir