„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55
Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Forseti Alþingis hefur ákveðið að starfsáætlun Alþingis sé fallin úr gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt henni átti síðasti þingfundur vetrarins að fara fram í dag. Innlent 17.12.2025 12:18
Hjálmar gefur ekki kost á sér Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí. Innlent 17.12.2025 11:23
Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Minningarstundin Drengirnir okkar fór fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þar var kveikt á um 200 kertum til minningar um unga drengi sem hafa látist í baráttu við fíknisjúkdóm. Skipuleggjandi og aðstandandi drengs sem lést á árinu segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Innlent 16. desember 2025 23:00
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Innlent 16. desember 2025 22:37
„Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata, Vinstri græn og Sósíalista nú til þess að gera tómar skeljar. Meira sóknarfæri væri í því fyrir frambjóðendur flokkanna að sameinast og stofna nýjan flokk í stað þess að bjóða fram sameiginlegan lista en augljóst sé að miklar væringar séu nú á ytri vinstrivæng íslenskra stjórnmála. Innlent 16. desember 2025 19:23
Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Theodóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Viðreisnar í Kópavogi hyggst ekki bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum 2026. Hún segist þakklát fyrir undanfarin tólf ár í sveitarstjórn en segist nú vilja eyða meiri tíma með barnabörnunum. Innlent 16. desember 2025 16:01
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16. desember 2025 15:51
Framtíð Suðurlandsbrautar Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Skoðun 16. desember 2025 15:30
„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Innlent 16. desember 2025 14:32
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16. desember 2025 13:27
Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor. Innlent 16. desember 2025 13:03
„Við vitum að áföllin munu koma“ Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Innlent 16. desember 2025 13:02
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Nú þegar hið nýja framboð „Vor til vinstri“ er komið fram í dagsljósið er ekki lengur hægt að tala undir rós. Gríman er fallin. Skoðun 16. desember 2025 13:02
Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Innlent 16. desember 2025 12:47
Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Innlent 16. desember 2025 11:32
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16. desember 2025 11:29
Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16. desember 2025 11:00
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16. desember 2025 10:13
Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16. desember 2025 09:58
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16. desember 2025 09:26
Ísland er á réttri leið Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Skoðun 16. desember 2025 08:30
Lágpunktur umræðunnar Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Skoðun 16. desember 2025 07:30
Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: Skoðun 16. desember 2025 07:03