Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Gerði ekki sam­komu­lag við Þór­dísi um formannsframboðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og það sé ljóst að það þurfi að vinna mikla vinnu innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera meira, en þau séu með skýra hugsjón.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Styrkir til Flokks fólksins

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka byggjast á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006. Á II. kafla þessara laga voru gerðar breytingar með lögum nr. 109/2021, þar sem fjallað er um „Framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi.“ Þar er gerð grein fyrir skilyrðum þess að stjórnmálaflokkar fái úthlutað fé úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Hefð fyrir ungum for­mönnum en ekki konum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug ætlar í for­manninn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Enginn þreyir þorrann eins og Ás­laug Arna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Enginn megi vera krýndur for­maður

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að taka fjöl­skylduna inn í myndina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna boðar til fundar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA.

Innlent
Fréttamynd

Þýðir ekki að fara á taugum segir borgar­stjóri og hyggur á endur­kjör

Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Al­þingis

Samkvæmt fréttum virðist liggja fyrir að framboð, sem ekki er skráð sem stjórnmálaflokkur, hefur fengið fjárframlög úr ríkissjóði og vísvitandi nýtt þau í kosningabaráttu sína þrátt fyrir að viðurkenna að hafa ekki átt rétt á þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Í­hugar formannsframboð

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Innlent
Fréttamynd

Ellert B. Schram er fallinn frá

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

„Það á auð­vitað að fara að lögum“

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að í­búar utan Reykja­víkur festist í gistiskýlunum

Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn á­fellis­dómurinn yfir stjórn­sýslu borgarinnar“

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri skora á Guð­rúnu

Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins.

Innlent