Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust. Innlent 29.5.2025 13:55
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlar að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. Innlent 29.5.2025 11:22
Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28.5.2025 19:39
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent 28.5.2025 12:42
Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Innlent 28. maí 2025 00:08
Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Innlent 27. maí 2025 22:16
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. Innlent 27. maí 2025 22:04
Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27. maí 2025 16:26
Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR skora á Alþingi að samþykkja lagafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem kveður á um að breytingar á búvörulögum, er gerðar voru í mars í fyrra, verði felldar úr gildi. Skoðun 27. maí 2025 14:02
Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Innlent 27. maí 2025 13:44
Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 27. maí 2025 13:09
Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hélt sitt árlega Landsþing 17. maí síðastliðinn, kaus þar nýja framkvæmdastjórn og ályktaði gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar. Innlent 27. maí 2025 13:06
Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27. maí 2025 12:08
Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27. maí 2025 11:45
Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista „Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum.“ Þannig hefst viðhorfsgrein eftir Kristján Blöndal sem titlar sig Warhammer Boss en hann vill ekki að nördum landsins sé líkt við Sósíalistaflokkinn. Innlent 27. maí 2025 11:05
Réttlætið sem refsar Jóni Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mótar nú nýja auðlindastefnu með áherslu á sjálfbæra nýtingu og svokölluð „réttlát“ auðlindagjöld. Í því samhengi hafa verið kynnt drög að frumvarpi um veiðigjöld sem gera ráð fyrir verulegri hækkun gjalda milli ára, - í tilviki makríls er talað um rúmlega þrefalda aukningu opinbera gjalda. Skoðun 27. maí 2025 11:00
Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Oft er ég spurður hvað þurfi til að vera góður Warhammerspilari? Ráðleggingar mínar eru að fólk hafi gott hugfar, sýnia hæfni í mannlegum samskiptum og það hjálpar að vera heppinn. Skoðun 27. maí 2025 11:00
Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Innlent 27. maí 2025 10:03
Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Innlent 27. maí 2025 09:09
Að vinda ofan af gullhúðun Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Skoðun 27. maí 2025 08:32
Margrét Hauksdóttir er látin Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. Innlent 27. maí 2025 07:46
Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. Innlent 27. maí 2025 07:00
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Innlent 27. maí 2025 06:45
Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Fæðingartíðni á Íslandi hefur aldrei verið lægri og þingmaður segir fólk hér á landi þurfa að fjölga sér meira. Hann kallar eftir umræðu og vill að stjórnvöld ráðist í aðgerðir. Innlent 26. maí 2025 21:31
Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Innlent 26. maí 2025 21:22