Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Nokkurs misskilnings virðist gæta í umræðu um skyldur sveitarfélaga til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, þ.m.t. notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 27.11.2025 12:31
Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Innlent 27.11.2025 10:55
Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí næstkomandi. Innlent 27.11.2025 10:40
Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við. Innlent 26. nóvember 2025 23:10
Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Innlent 26. nóvember 2025 22:00
Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa. Innlent 26. nóvember 2025 21:31
Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. Innlent 26. nóvember 2025 20:20
„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. Innlent 26. nóvember 2025 17:03
Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Skoðun 26. nóvember 2025 14:32
Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Innlent 26. nóvember 2025 14:12
Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Kúabændur segja nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum ráðast gegn starfsumhverfi sem þeir hafi starfað eftir í tvo áratugi og byggt skipulag og fjárfestingar sínar á. Tæplega fimm hundruð kúabændur skora á ráðherra að falla frá frumvarpinu. Viðskipti innlent 26. nóvember 2025 13:59
Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur boðið sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hefur verið félagi í Samfylkingunni frá árinu 2015. Innlent 26. nóvember 2025 12:36
Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu. Innlent 26. nóvember 2025 12:14
Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur nú kallað eftir því að Hafrannsóknarstofnun geri burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum í firðinum. Innlent 26. nóvember 2025 08:51
Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Rakel Elíasdóttur í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til fimm ára frá og með 1. janúar næstkomandi. Innlent 26. nóvember 2025 08:27
Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Innlent 26. nóvember 2025 08:00
Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ríflega einn af hverjum fimm erlendum sérfræðingum sem hafa notið sérstakra skattafríðinda á grundvelli reglugerðar frá 2017 eru íslenskir ríkisborgarar sem fluttu aftur til Íslands eftir dvöl erlendis. Innlent 26. nóvember 2025 07:45
Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Skoðun 26. nóvember 2025 07:02
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25. nóvember 2025 21:39
Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25. nóvember 2025 20:27
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25. nóvember 2025 16:05
Stöðvum ólöglegan flutning barna Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Skoðun 25. nóvember 2025 14:46
Vill láta hart mæta hörðu Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Viðskipti innlent 25. nóvember 2025 14:41
Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 25. nóvember 2025 14:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent