Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mælt fyrir miklum kjara­bótum ör­yrkja og aldraðra

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Menningar­slys verði frum­varpið sam­þykkt

Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um á­byrgð skóla­stjóra í stóra skómálinu

Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram talinn van­hæfur til að taka sæti í ráðinu

Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

Innlent
Fréttamynd

Að standa við stóru orðin

Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Trúverðug­leiki for­sætis­ráðherra sé í húfi

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Stemningin farin ári fyrir stjórnar­slitin

Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023.

Innlent
Fréttamynd

Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suður­landi

Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn Vance óvið­eig­andi og ó­við­unandi

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 

Erlent
Fréttamynd

Tann­hjól í mulnings­vél?

Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu.

Skoðun