Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fram­sóknar­menn boða til blaða­manna­fundar

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Allir Grind­víkingar fái að kjósa í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

„Full­komið hneyksli“ ef Al­þingi veitti Daða Má skattlagningarvald

Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum.

Innlent
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hver er staða fæðuöryggis á Ís­landi?

Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Saka borgar­stjóra um að funda fjarri til að forðast í­búa

Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum ólög­legan flutning barna

Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta hart mæta hörðu

Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum.

Viðskipti innlent