Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. Innlent 25. mars 2025 08:02
Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér. Innlent 24. mars 2025 21:45
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Innlent 24. mars 2025 19:36
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. Innlent 24. mars 2025 16:55
Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Innlent 24. mars 2025 15:43
Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Skoðun 24. mars 2025 15:31
Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. Innlent 24. mars 2025 15:12
Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Innlent 24. mars 2025 14:23
Óþolandi ástand Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Skoðun 24. mars 2025 14:00
Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi. Innlent 24. mars 2025 13:00
Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Bingó Flokks fólksins fer fram í sal flokksins í Grafarvogskirkju við Fjörgyn klukkan 13 eins og alla aðra mánudaga. Bingóstjórinn segir flokkinn standa sína plikt við grasrótina þó gusti um hann í fjölmiðlum. Lífið 24. mars 2025 12:30
Trén fallin Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella. Innlent 24. mars 2025 12:18
Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 24. mars 2025 09:13
Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar. Innlent 23. mars 2025 18:33
Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni. Lífið 23. mars 2025 17:09
Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði. Innlent 23. mars 2025 16:35
„Leitt að þetta skuli bera svona að“ Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni. Innlent 23. mars 2025 15:54
Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar. Innlent 23. mars 2025 14:43
Vilja breyta lögum um ökuskírteini Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri. Innlent 23. mars 2025 13:49
Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Innlent 23. mars 2025 12:55
Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess að hún sagði af sér. Móðir hans hafi verið máluð upp sem skrímsli. Innlent 23. mars 2025 12:49
Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa. Innlent 23. mars 2025 11:36
Guðmundur sagður taka við keflinu Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem barna- og menntamálaráðherra. Innlent 23. mars 2025 11:12
Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Annasamasta ár Hæstaréttar frá breytingu á dómstólakerfinu var í fyrra. Forseti réttarins segir nóg að gera og af og frá að dómarar við réttinn séu of margir. Þó segist hann ekki gera athugasemdir við afnám handhafalauna og sérlífeyriskjara hæstaréttardómara. Innlent 23. mars 2025 09:00
Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Skoðun 22. mars 2025 22:30
Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Innlent 22. mars 2025 21:32
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Innlent 22. mars 2025 19:43
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. Innlent 22. mars 2025 18:34
Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi. Innlent 22. mars 2025 16:43
Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Innlent 22. mars 2025 16:25