Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kalla eftir sér­stakri um­ræðu um mál­efni skóla­meistara og fram­halds­skóla

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar þögull sem gröfin

Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi í mót­vindi

Mannréttindi tilheyra okkur öllum. Alls staðar, á öllum tímum. Óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kyni, kynhneigð, uppruna, litarhætti eða öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Róbert vill leiða lista Við­reisnar í borginni

Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn ekki undir­ritað siða­reglur og mæting þing­manna sögð frjáls­leg

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki aftur fram fyrir Sam­fylkinguna

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 

Innlent
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Heiða þurfi ekki að hafa á­hyggjur af óvinsældunum

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst reisa nýja flug­stöð og festa flug­völlinn í sessi

Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siða­reglur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“

Innlent
Fréttamynd

Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir

Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­nefnd Mennta­skólans á Egils­stöðum gagn­rýnir skort á sam­ráði

Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Telur rétt að snið­ganga Euro­vision

Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Svarar „mann­fyrir­litningu“ Össurar sem segir Svan­dísi skorta kjörþokka

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“

Innlent
Fréttamynd

Bað þing­heim af­sökunar eftir á­kall frá stjórnar­and­stöðu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vara­þing­maður stekkur inn í fjar­veru Guð­mundar Inga

Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að kenna börnunum í Kópa­vogi í fram­tíðinni?

Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt.

Skoðun