Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fé­lag for­stöðu­manna fundar um bréf ráð­herra um hag­ræðingu

Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út.

Innlent
Fréttamynd

Hrönn stýrir Kríu

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Hrönn Greipsdóttur í starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur Dags í borgar­ráði í dag

Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög slæmt fyrir sam­fé­lagið í heild sinni“

Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað.

Innlent
Fréttamynd

Í leik­skóla er gaman – þegar það má mæta

Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­sýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð

Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst ekki við greiðslum frá Al­þingi

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að endur­skoða atkvæðagreiðslu utan kjör­fundar

Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari.

Innlent
Fréttamynd

Kjörnir full­trúar þurfi að huga að í­mynd sinni

Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin hefur víð­tækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu

Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar.

Innlent
Fréttamynd

Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir út­borgun á í­búð

Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm.

Skoðun
Fréttamynd

Að­eins annar kassinn af tveimur með at­kvæðum skilaði sér

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór á­fram þing­flokks­for­maður

Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­málaráðherra fundar með Sig­ríði og Helga Magnúsi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Innlent