Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. Viðskipti innlent 29. ágúst 2025 13:50
Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29. ágúst 2025 13:45
Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29. ágúst 2025 10:31
Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Innlent 29. ágúst 2025 08:31
Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Skoðun 29. ágúst 2025 07:02
„Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Mennta- og barnamálaráðherra segir samræmdar reglur um símabann í grunnskólum í mótun. Skólastjóri telur að stjórnvöld eigi að snúa sér að brýnni málum og hvetur þau til að hætta vitleysunni. Innlent 28. ágúst 2025 22:02
Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Innlent 28. ágúst 2025 21:02
Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Innlent 28. ágúst 2025 19:42
Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru. Skoðun 28. ágúst 2025 16:33
Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Rekstur Árborgar var jákvæðir um 352 milljónir samkvæmt nýju sex mánaða árshlutauppgjöri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt uppgjörinu hafi áfram tekist að bæta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og það skili sér í betri fjárhagslegri stöðu og auknum stöðugleika. Viðskipti innlent 28. ágúst 2025 15:49
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 28. ágúst 2025 13:26
„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Innlent 28. ágúst 2025 12:48
Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Skoðun 28. ágúst 2025 11:45
Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni. Innlent 28. ágúst 2025 11:12
Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Innlent 28. ágúst 2025 09:33
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Mig langar til að hoppa í drullupottinn sem er við hliðina á drullupottinum sem Snorri Másson er að hoppa í. Skoðun 28. ágúst 2025 09:15
76 dagar Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Skoðun 28. ágúst 2025 09:00
Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Innviðaþing 2025 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sterkir innviðir – sterkt samfélag“. Innlent 28. ágúst 2025 08:40
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Viðskipti innlent 28. ágúst 2025 07:49
Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Skoðun 28. ágúst 2025 06:02
Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. Innlent 27. ágúst 2025 23:07
Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. Innlent 27. ágúst 2025 21:52
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27. ágúst 2025 20:55
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skoðun 27. ágúst 2025 17:32
Sjallar og lyklaborðið Oft hugsað um hvað það sem fær stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og annarra, svokallaðs hægra fólks til að halda sér til hlés og halda sig á mottunni. Skoðun 27. ágúst 2025 17:01
Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Innlent 27. ágúst 2025 15:10
Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gærkvöldi tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, um að skipa þriggja manna húsnæðisnefnd til þess að skoða framtíðartilhögun húsnæðismála flokksins. Heimildir Vísis herma að til skoðunar sé að flytja höfuðstöðvar flokksins úr Valhöll. Innlent 27. ágúst 2025 13:02
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27. ágúst 2025 12:02
Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. Innlent 27. ágúst 2025 06:31
Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Innlent 26. ágúst 2025 23:30