Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8. desember 2025 23:36
Ummæli Þórunnar dapurleg Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti. Innlent 8. desember 2025 21:01
Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati. Innlent 8. desember 2025 20:55
Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Skoðun 8. desember 2025 16:03
Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Innlent 8. desember 2025 15:39
Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim. Skoðun 8. desember 2025 15:02
Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár. Skoðun 8. desember 2025 14:02
Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, kíkti í Sorpu um helgina og rakst þar á Davíð Oddsson á gamalli innrammaðri forsíðu Morgunblaðsins. Gunnar deildi mynd af rammanum á Fésbókinni og fékk mjög misjafnar viðtökur við gjörningnum. Lífið 8. desember 2025 13:29
Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í. Innlent 8. desember 2025 13:16
„Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Mikil reiði og vonbrigði einkenndu fjölmennan fund á Seyðisfirði í gær þar sem ný samgönguáætlun var til umræðu að sögn forseta bæjarstjórnar Múlaþings. Viðreisn stóð fyrir fundinum en þingmaður flokksins segir breytta forgangsröðun jarðganga vonbrigði. Innlent 8. desember 2025 12:55
Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. Innlent 8. desember 2025 06:31
Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. Innlent 7. desember 2025 16:35
Áföllin hafi mótað sig Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Innlent 7. desember 2025 15:54
Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7. desember 2025 15:23
Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Skoðun 7. desember 2025 14:02
Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7. desember 2025 12:12
Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Innlent 7. desember 2025 10:23
Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. Innlent 7. desember 2025 09:40
Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7. desember 2025 07:11
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7. desember 2025 07:07
Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar. Innlent 6. desember 2025 16:56
Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Jónas Már Torfason, lögfræðingur og sonur heilbrigðisráðherra, íhugar að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Innlent 6. desember 2025 16:18
Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Innlent 6. desember 2025 14:54
„Mér brá við að sjá þessa tölu“ Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. Innlent 6. desember 2025 14:11
Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. Innlent 6. desember 2025 13:30
Stór orð – litlar efndir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Skoðun 6. desember 2025 12:32
Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. Innlent 6. desember 2025 12:02
Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6. desember 2025 11:37
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Nú í vikunni lagði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar í bæjarstjórn. Þetta er síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sem ber öll einkenni um að það er kosningarár framundan. Skoðun 6. desember 2025 11:00
Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra „Ef við fáum ekki sérgreinina okkar viðurkennda þá er til einskis að flytja heim,“ sagði íslenskur læknir búsettur í Svíþjóð mér á dögunum. „Þessi staða virðist tilkomin vegna reglugerðabreytinga á Íslandi þar sem ýmsir læknar lentu milli skips og bryggju þrátt fyrir að uppfylla hefðbundnar kröfur,” bætti annar læknir síðar við. Skoðun 6. desember 2025 09:30