Heldur málþófið áfram? Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Skoðun 17. nóvember 2025 12:32
Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Innlent 17. nóvember 2025 10:54
Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Atkvæðagreiðslu um verndartolla Evrópusambandsins á kísilmálm hefur enn verið frestað, að sögn Ríkisútvarpsins og norskra fjölmiðla. Endanlegri ákvörðun hafði verið frestað til dagsins í dag en nú er því haldið fram að hún fari fram á morgun. Viðskipti innlent 17. nóvember 2025 08:56
Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Mikill munur er á námsárangri milli sveitarfélaga og landsvæða á Íslandi, en um hann er lítið rætt. Þrátt fyrir að fáar samræmdar upplýsingar séu til, benda þær sem til eru til þess að sumir foreldrar fá miklu meira fyrir skattana en aðrir. Skoðun 17. nóvember 2025 08:32
Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé. Innlent 16. nóvember 2025 14:20
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Umræðan um málefni útlendinga á Íslandi hefur á síðustu árum einkennst af því að stjórnvöld lýsa yfir brýnum aðgerðaþörfum og fullyrða að flóttamannakerfið standi „við þolmörk“. Skoðun 16. nóvember 2025 12:00
Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. Innlent 16. nóvember 2025 11:37
Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Vaxtamálið og áhrif á lánakjör, Evrópumál, lögfesting sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og baráttan fyrir íslenskunni í stafrænum heimi. Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. Innlent 16. nóvember 2025 09:47
Það þarf bara rétta fólkið Við færumst á ógnarhraða inn í nýja veröld, þar sem tækniframfarir hafa meiri áhrif á okkar dags daglega líf en nokkru sinni fyrr. Lítil vélmenni sáu um garðslátt í fleiri görðum síðastliðið sumar en nokkru sinni fyrr og fleiri og fleiri nota gervigreindina til að leysa hin margvíslegustu mál. Skoðun 16. nóvember 2025 08:01
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15. nóvember 2025 23:39
„Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Innlent 15. nóvember 2025 22:12
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15. nóvember 2025 20:10
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15. nóvember 2025 19:40
Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. Innlent 15. nóvember 2025 14:46
Minni tekjur góðar fréttir Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. Innlent 15. nóvember 2025 11:27
Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Skoðun 15. nóvember 2025 08:32
Tími kominn til að hugsa um landið allt Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Skoðun 15. nóvember 2025 08:02
Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Innlent 15. nóvember 2025 07:02
„Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“galaði 9 ára sonur minn þegar hann var hugsa um hvort hann ætti að ganga eða hjóla í skólann, en hann hafði bæði séð gulu huluna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og fundið lyktina af henni úti. Síðustu daga hafa loftgæðin verið vond; ekki verið á grænu, heldur meira á gulu, appelsínugulu eða jafnvel rauðu. Skoðun 15. nóvember 2025 07:02
Auka sýnileika milli rýma í leikskólum Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu. Innlent 14. nóvember 2025 23:36
„Algjört vandræðamál og sorglegt“ Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu. Innlent 14. nóvember 2025 21:44
Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14. nóvember 2025 21:02
Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember. Innlent 14. nóvember 2025 17:50
Íslenska sem annað tungumál Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Skoðun 14. nóvember 2025 09:02
Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Skoðun 14. nóvember 2025 07:30
Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Hádegismóri hefur miklar áhyggjur af því að ekki ríki nógu mikil samstaða milli stjórnarflokkanna og sendi fulltrúa sinn til að gægjast inn um glugga Alþingis þar sem þingflokkar þeirra áttu reglulegan sameiginlegan fund til að fá þær áhyggjur sínar staðfestar. Skoðun 14. nóvember 2025 07:16
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14. nóvember 2025 06:46
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Innlent 13. nóvember 2025 22:43
Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. Innlent 13. nóvember 2025 22:09
Hvenær er nóg orðið nóg? Á undanförnum árum höfum við sem þjóð orðið vör við ógnvænlega þróun í íslenskri orðræðu, sífellt meiri andúð í garð innflytjenda, lituðu fólki og hinsegin fólki samfélagsins. Skoðun 13. nóvember 2025 18:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent