Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Mánudaginn fyrsta september næstkomandi tekur heilbrigðisráðuneytið til starfa á nýjum stað, í nýendurgerðu húsnæði ráðuneyta á Skúlagötu 4. Innlent 26. ágúst 2025 22:18
Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. Innlent 26. ágúst 2025 20:49
Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26. ágúst 2025 16:36
Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Innlent 26. ágúst 2025 15:46
Kosningar í september Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Skoðun 26. ágúst 2025 12:31
Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Dómsmálaráðherra segist taka dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi ríkið brotlegt í máli konu sem lenti í því að heimilisofbeldismál hennar fyrndist, alvarlega og boðar aðgerðir í málaflokknum. Innlent 26. ágúst 2025 11:59
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Innlent 26. ágúst 2025 11:58
Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Innlent 26. ágúst 2025 10:33
Munar þig um 5-7 milljónir árlega? OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Skoðun 26. ágúst 2025 09:01
Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. Innlent 26. ágúst 2025 08:51
Eflum traustið Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Skoðun 26. ágúst 2025 07:30
Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Skoðun 25. ágúst 2025 21:02
Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Innlent 25. ágúst 2025 16:30
Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor. Innlent 25. ágúst 2025 15:13
Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Lífið 25. ágúst 2025 11:03
Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25. ágúst 2025 10:29
Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Skoðun 25. ágúst 2025 10:00
Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. Innlent 25. ágúst 2025 00:09
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. Innlent 24. ágúst 2025 22:00
Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“. Skoðun 24. ágúst 2025 22:00
Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24. ágúst 2025 21:33
Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Innlent 24. ágúst 2025 19:36
Hlustum í eitt skipti á foreldra Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Skoðun 24. ágúst 2025 10:33
Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Innlent 24. ágúst 2025 09:45
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23. ágúst 2025 21:26
Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar. Innlent 23. ágúst 2025 14:26
Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. Menning 23. ágúst 2025 13:15
Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Við Íslendingar viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, það sýna fjölmargar rannsóknir. Einkaaðilar bera þó uppi umtalsverðan hluta heilbrigðiskerfisins í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Samspil einkareksturs og opinbers reksturs í heilbrigðisþjónustu er flókið úrlausnarefni sem huga þarf mun betur að. Skoðun 23. ágúst 2025 10:02
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23. ágúst 2025 09:32
Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Innlent 22. ágúst 2025 20:27