Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fram­tíð óperunnar á Ís­landi

Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndin skoði lög­reglu en ekki blaða­menn

Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræði, gagn­sæi og vald­dreifing í Sósíal­ista­flokknum

Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis- og varnar­mál

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað.

Skoðun
Fréttamynd

Bréf til síungra sósíal­ista um land allt

Það getur verið róttækt sjónarhorn í samræðu að sjá hið persónulega sem pólitískt og hið pólitíska sem persónulegt. En þessa dagana deila sósíalistar og erfitt að átta sig á því hvað er persónulegt og hvað pólitískt í deilunni.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar svör Rósu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­málaráðherra leggur til ó­breytt banka­ráð hjá Lands­bankanum

Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans.

Innherji
Fréttamynd

Kirsu­berjatínsla félags­málaráðherra

Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin láti í sér heyra eftir mann­skæðar á­rásir

Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“.

Skoðun
Fréttamynd

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í ver­öldinni

Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. 

Innlent
Fréttamynd

Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“

Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki ís­lensku­mælandi

Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Innlent
Fréttamynd

„Með hverju eld­gosinu styttist í goslokahátíðina“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.

Innlent