„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi. Innlent 9. október 2025 11:33
Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Skoðun 9. október 2025 08:02
Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Innlent 9. október 2025 07:51
Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar eru hafnar og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80 til 120 milljónir króna. Innlent 8. október 2025 21:44
„Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. Innlent 8. október 2025 19:31
Hefur þú skoðanir? Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Skoðun 8. október 2025 17:01
Reykjavíkurmódel á kvennaári Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Skoðun 8. október 2025 16:00
Hitnar undir feldi Lilju Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram til formanns flokksins. Hún tók þátt í pallborði í gær í Iðnó um bókun 35 og er nú á leið út á land að hitta flokksmenn í Framsókn. Innlent 8. október 2025 15:58
Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15. Mótmælendur krefjast þess að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraela á Miðjarðarhafi í nótt, þegar farið var um borð í skipið Conscience og áhöfn þess handtekin. Meðal hinna handteknu er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína. Innlent 8. október 2025 14:41
Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. Innlent 8. október 2025 14:05
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8. október 2025 13:25
Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum í samráðsgátt stjórnvalda. Skoðun 8. október 2025 12:31
Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Innlent 8. október 2025 12:19
Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar „Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt. Innlent 8. október 2025 12:09
Opið bréf til Miðflokksmanna Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Skoðun 8. október 2025 10:00
Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. Innlent 8. október 2025 09:06
Henti Íslandi undir strætisvagninn „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Skoðun 8. október 2025 07:30
Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. Innlent 8. október 2025 07:17
Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Baráttan gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur orðið öflugri á síðustu árum. Innan skólanna hefur ítrekað borist ákall um róttækar aðgerðir til að vernda börn og ungmenni. Skoðun 8. október 2025 07:01
Átján sagt upp í Seljahlíð Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð. Innlent 8. október 2025 06:31
Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Innlent 7. október 2025 20:13
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Innlent 7. október 2025 15:23
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. Innlent 7. október 2025 15:03
Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. Innlent 7. október 2025 13:57
„Það þarf að gera meira og hraðar“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum. Innlent 7. október 2025 13:46
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 7. október 2025 13:33
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Innlent 7. október 2025 12:07
Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna. Innlent 7. október 2025 11:31
Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7. október 2025 10:40
Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Innlent 7. október 2025 09:59