Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Úrslit kvöldsins í körfunni

    Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Búningarnir fundust eftir sextán ár - fóru í hreinsun 1996

    KFÍ segir frá skemmtilegum fundi á heimasíðu sinni en á dögunum kom í leitirnar búningasett meistaraflokks félagsins frá 1996. KFÍ-menn telja að búningarnir hafi verið settir í hreinsun fyrir sextán ár en þeir fundust ekki fyrr en í tiltekt á Slökkvistöð Ísafjarðar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Thomas farinn frá KR

    Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi Bandaríkjamannsins Danero Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslitahelgi í Hólminum í boði í kvöld

    Lokaleikir riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld og þá ræðst hvaða lið komast í lokaúrslitin úr riðlum C og D. Í gær tryggðu Grindavík og Snæfell sér sigur í riðlum A og B. Úrslitahelgin verður síðan í Stykkishólmi um næstu helgi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell og Grindavík í undanúrslit

    Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þrír sigrar í röð hjá Þórsurum - Smith með 46 stig

    Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp að hlið Grindavíkur og Stjörnunnar í 2. til 4. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir níu stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 92-83. Þórsliðið var að vinna sinn þriðja leik í röð þar af annan sigurinn á aðeins þremur dögum því liðið vann KR á heimavelli á miðvikdagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Már og Martin kláruðu ÍR-inga í lokin

    Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, og hinn ungi Martin Hermannsson voru hetjur sinna manna í fimm stiga sigri á ÍR, 79-74, í Hertz-hellinum í Seljaskóli í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Átta sigrar í röð hjá Keflavík - úrslit kvöldsins

    Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell náði tveggja stiga forskoti á toppnum

    Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar

    Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslit Lengjubikarsins verða í Stykkishólmi

    Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að úrslit Lengjubikars karla munu fara fram í Stykkishólmi föstudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember næstkomandi. Að venju verða undanúrslitin "Final-Four“ haldin á föstudegi og svo úrslitaleikurinn sjálfur háður á laugardeginum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn upp að hlið Snæfells á toppnum

    Stjarnan vann 20 stiga sigur á ÍR, 89-69, í Garðabæ í kvöld í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta var þriðji deildarsigur Stjörnumanna í röð og skilar hann liðinu upp að hlið Snæfells á toppi deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 87 - 70

    Góður seinni hálfleikur reyndist nóg í 17 stiga sigri KR á Njarðvík í DHL-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu mest náð tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til KR liðsins í seinni hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR mætir Keflavík í bikarnum

    KR og bikarmeistarar Keflavíkur drógust saman í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í dag. Þá var einnig dregið í 16 liða úrslitin hjá konunum.

    Körfubolti