KR-ingar sextán stigum undir í hálfleik en unnu eftir tvær framlengingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 21:29 Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23
Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30