Umfjöllun: Snæfell - Haukar 62-98 | Haukar ekki í vandræðum með 1. deildarliði Hólmara Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á 1. deildarliði Snæfells í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 98-62 Haukum í vil og munu þær mæta aftur í höllina á laugardaginn til að verja bikarmeistaratitilinn. Körfubolti 10. janúar 2023 20:21
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5. janúar 2023 18:00
Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Körfubolti 4. janúar 2023 23:40
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 78-67 | Keflavík sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann grannaslaginn Topplið Keflavíkur vann góðan endurkomusigur á Njarðvík þegar nágrannaliðin mættust í Keflavík í kvöld. Njarðvík náði mest fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflavík kom til baka og hirti stigin tvö. Körfubolti 4. janúar 2023 22:10
Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. Körfubolti 4. janúar 2023 21:36
Risasigrar hjá Haukum og Val Haukar og Valur unnu bæði stórsigra í leikjum liðanna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Haukar unnu ÍR 99-52 í Ólafssal og á sama tíma vann Valur sigur á Breiðablik 102-59 á heimavelli sínum. Körfubolti 4. janúar 2023 20:58
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Körfubolti 4. janúar 2023 19:58
Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni. Körfubolti 2. janúar 2023 22:31
Toppliðinu berst mikill liðsstyrkur Emelía Ósk Gunnarsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur fyrir síðari hlutann í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. janúar 2023 13:45
Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. Körfubolti 28. desember 2022 22:27
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma. Körfubolti 28. desember 2022 21:55
„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. Körfubolti 28. desember 2022 21:31
Öruggt hjá Haukum og Grindavík | Tímaspursmál hvenær ÍR fellur Haukar og Grindavík unnu góða sigra í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. desember 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Þægilegur Keflavíkursigur í tilþrifalitlum leik Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. Körfubolti 28. desember 2022 20:00
Komst í hóp með Helenu og Birnu: „Hún er orðin uppáhalds leikmaðurinn minn“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir, nítján ára leikmaður Hauka, var ausin lofi í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 16. desember 2022 12:30
„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. Körfubolti 14. desember 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks í botnslagnum Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Körfubolti 14. desember 2022 22:00
Ótrúlegur sigur Vals | Keflavík vann í Grindavík Valur vann hreint út sagt ótrúlegan sigur á Fjölni í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 63-122 í Grafarvogi í kvöld. Þá vann Keflavík góðan sigur á Grindavík. Körfubolti 14. desember 2022 21:30
Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Körfubolti 14. desember 2022 20:30
„Lætur öllum líða vel í kringum sig“ Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna. Körfubolti 9. desember 2022 15:30
Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 9. desember 2022 13:00
Dagný Lísa handleggsbrotin: „Það er ákveðinn skellur“ Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði enda tveir erlendir leikmenn liðsins fárveikur og þá handleggsbrotnaði Dagný Lísa Davíðsdóttir í leiknum. Körfubolti 7. desember 2022 23:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur Körfubolti 7. desember 2022 23:15
Keflavík áfram á toppnum og Njarðvík valtaði yfir Breiðablik Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100. Körfubolti 7. desember 2022 22:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7. desember 2022 20:00
„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Körfubolti 4. desember 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. Körfubolti 4. desember 2022 22:31
Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld. Körfubolti 4. desember 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 93-51 | Breiðablik fékk skell með nýjan þjálfara Fjölnir valtaði yfir Breiðablik í fyrsta leik Jeremy Smith sem tók við Breiðabliki eftir að Yngva Gunnlaugssyni var sagt upp störfum. Fjölnir fór hægt af stað og var þremur stigum undir eftir fyrsta fjórðung en tók síðan yfir leikinn í öðrum leikhluta og keyrði yfir Breiðablik það sem eftir var leiks. Fjölnir vann á endanum 42 stiga sigur 93-51. Körfubolti 4. desember 2022 20:22
Hildur Björg aftur í Val Hildur Björg Kjartansdóttir er snúin aftur að Hlíðarenda eftir dvöl í Belgíu. Körfubolti 4. desember 2022 17:43