Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69

    Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár

    Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið

    Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðrún Ósk líka með slitið krossband

    Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí

    Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íris með slitið krossband

    Íris Sverrisdóttir spilar ekki meira með Haukum á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband. Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85

    Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir

    Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka

    Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans

    Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vinnur Njarðvík sjötta sigurinn í röð á Snæfelli? | Úrslitakeppni kvenna hefst í kvöld

    Úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld þegar undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fer af stað í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 en liðið mætast síðan á sunnudaginn í Hólminum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn

    Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bara gott að hiksta aðeins

    Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Falur: Þetta hljómar mjög vel

    Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, gerði liðið að deildarmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið en Keflavík tók við bikarnum eftir sannfærandi sigur á KR í DHL-höllinni í gær. Falur var aðstoðarþjálfari þegar Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrra en þá endaði liði í 2. sæti í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell hélt 3. sætinu | Úrslitin í kvennakörfunni

    Lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta fór fram í dag og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell og Haukar unnu bæði leiki sína í dag og staðan breyttist þvi ekki. Snæfell endar í 3. sætinu og mætir Njarðvík en Haukar urðu í 4. sæti og mæta deildarmeisturum Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild

    Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild.

    Körfubolti