Tískuveisla RFF hafin Marsmánuður hefur verið einkar viðburðaríkur fyrir þá sem hafa gaman af tísku og hönnun en í dag hefst tískuhátíðin Reykjavik Fashion Festival. Tíska og hönnun 29. mars 2012 11:00
Herramennirnir sem sækja tískuvikurnar Tíska Nokkrir herramenn eru fastagestir í helstu tískuborgum heims á meðan á tískuvikunum stendur. Þar ber hæst nafn tískubloggarans Bryan Boy sem fetar alla jafna ótroðnar slóðir í klæðavali. Ljósmyndararnir Tommy Ton og Scott Schuman eru yfirleitt með puttana á púlsinum í klæðaburði þrátt fyrir að vera uppteknir við að mynda götutískuna. Indverski skartgripahönnuðurinn Waris Ahluwalia hefur einnig vakið athygli tískupressunnar fyrir einstaklega töffaralegan klæðaburð. Hér gefur að líta herramenn sem vekja eftirtekt. Tíska og hönnun 24. mars 2012 09:15
Allt um HönnunarMars á einum stað Vísir, Fréttablaðið og Stöð 2 hafa flutt fjöldan allan af fréttum um HönnunarMars á síðustu dögum, enda er af nægu að taka. Hér er umfjöllunin tekin saman á einn stað lesendum til hægðarauka. Tíska og hönnun 23. mars 2012 13:15
Hátíð sem eflir íslenska hönnun "Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Tíska og hönnun 23. mars 2012 13:00
Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Tíska og hönnun 22. mars 2012 18:03
Gamla Sautján á Laugavegi breytist í hönnunarhús Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars. Tíska og hönnun 22. mars 2012 16:00
Stærsta sýningin til þessa HönnunarMars fer af stað af miklum krafti í dag með fjölmörgum sýningum og uppákomum út um allan bæ. Meðal þeirra er Samsuða, glæsileg samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimhúsinu við Hafnarbakkann þar sem þrjátíu og tveir hönnuðir frumsýna verk sín. Er sýningin stærsti og glæsilegasti viðburður félagsins til þessa. Tíska og hönnun 22. mars 2012 14:00
HönnunarMars í símann - app með öllum upplýsingum Síminn hefur í samstarfi við HönnunarMars hannað app fyrir hönnunarðhátíðina sem fram fer í Reykjavík dagana 22. - 25. mars. Appið sem er á íslensku og ensku býður fólki upp á dagskrá hátíðarinnar í gegnum símann. Í tilkynningu frá Símanum segir að raða megi dagskránni eftir atburðum, flokkum, hverfum og áhuga hvers og eins. Í appinu er einnig kort sem sýnir staðina sem hýsa HönnunarMars, viðtöl við hönnuði, tengingar við blogg, twitter og fréttir af hátíðinni. Þá hefur sá sem hleður niður appinu möguleika á að taka myndir og deila með öðrum í gegnum appið. Tíska og hönnun 22. mars 2012 12:54
Arkitektúr, útihúsgögn og erlendir gestir Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér fylgir yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is. Tíska og hönnun 22. mars 2012 12:00
Dúkkulísur í stað fyrirsæta Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tíska og hönnun 22. mars 2012 09:45
Nýjar höfuðstöðvar vígðar Hönnunarfyrirtækið Farmers Market flutti nýverið höfuðstöðvar sínar að Hólmaslóð 2. Í tilefni þess var haldið opnunarteiti á þriðjudaginn var. Tíska og hönnun 22. mars 2012 09:30
Stefnumót hönnuða og bænda kynnt í heild sinni Verkefnið Stefnumót hönnuða og bænda hefur vakið mikla athygli síðustu ár enda heppnaðist það með eindæmum vel. Það fólst í því að tefla saman einni elstu starfsstétt landsins, bændum, og einni yngstu starfstétt landsins, vöruhönnuðum. Markmiðið var síðan að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki þar sem hönnun og rekjanleiki eru höfð að leiðarljósi. Tíska og hönnun 21. mars 2012 16:30
Siggi Eggertsson hannar veggspjald Listahátíðar Úrslit hönnunarsamkeppni Listahátíðar og Hönnunarmiðstöðvar voru tilkynnt á Kexi rétt í þessu og sigraði tillaga grafíska hönnuðarins Sigga Eggertssonar keppnina. Fékk hann 500 þúsund krónur í verðlaun. Tíska og hönnun 21. mars 2012 14:00
Hönnun í hávegum höfð hjá Epal HönnunarMars fer nú fram í fjórða skipti og áhugafólk um hönnun bíður fullt eftirvæntingar eftir að sjá hvað íslenskir hönnuðir hafa nýtt fram að færa. Tíska og hönnun 21. mars 2012 10:45
Fyrirsætur snúa heim Reykjavík Fashion Festival fer fram í þriðja sinn nú í lok mánaðarins. Ellefu íslenskir hönnuðir taka þátt í ár og má þar á meðal nefna ELLA, Kron by KronKron, Mundi, REY og Kalda. Tíska og hönnun 21. mars 2012 10:15
Frumsýna nýja Kronkron-línu og halda happdrætti Á fimmtudaginn verður slegið til veislu í versluninni Kronkron við Laugaveg þar sem ný vor- og sumarlína merkisins Kron by Kronkron verður til sýnis. Veislan er einnig haldin í tilefni af HönnunarMars sem er að sigla af stað og nær hámarki um helgina. Verslunin mun skarta sínu fegursta og auk nýju línunnar verða sýndar ljósmyndir eftir Sögu Sig sem hún tók fyrir línuna. Tíska og hönnun 20. mars 2012 16:00
Ittala skoðar íslenska hönnuði DesignMatch er haldin í Norræna húsinu í þriðja sinn þann 23. mars. Sýningin er haldin í tengslum við HönnunarMars og í ár taka nokkur stærstu hönnunarhús Norðurlandanna þátt í henni. Tíska og hönnun 19. mars 2012 12:00
Tískustelpan sem allir fylgjast með Rússneski blaðamaðurinn Miroslava Duma hefur verið eitt vinsælasta myndefni götutískuljósmyndara og bloggara upp á síðkastið. Duma þykir einstaklega lunkin við að blanda saman litríkum og munstruðum flíkum. Duma var eitt sinn ritstjóri Harper"s Bazaar en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifar fyrir blöð á borð við rússneska Harper"s Bazaar, Tatler og Glamour. Hún er fastur gestur á fremsta bekk á tískusýningum en uppáhaldshönnun hennar kemur frá Prada, Miu Miu, Lanvin, Alexander Wang og YSL. Tíska og hönnun 17. mars 2012 17:00
Ný hönnunarbúð í miðbænum Búðin Hrím hönnunarhús hefur fært út kvíarnar og komið sér fyrir á Laugaveginum, en verslunin hefur hingað til verið rekin í Hofi á Akureyri. Fjölmennt var í opnunarteitinu enda búðin kærkomin viðbót í verslanaflóru miðbæjarins. Verslunin er full af innlendri sem erlendri hönnun og er til að mynda heill veggur í versluninni tileinkaður Lomo-myndavélunum. Litríkir gluggar verslunarinnar vöktu athygli en hönnunin var í höndunum á stúlkunum á auglýsingastofunni Undralandið. Tíska og hönnun 17. mars 2012 09:15
Vogue og Eurowoman á RFF "Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars. Tíska og hönnun 17. mars 2012 09:00
Valdamesti stílistinn Stílistinn Kate Young trónir á toppi lista yfir valdamestu stílista í Hollywood um þessar mundir. Young tekur við titlinum af Rachel Zoe. Tíska og hönnun 16. mars 2012 00:01
Leður og blóm Línurnar fyrir komandi haust voru lagðar á nýyfirstöðnum tískuvikum. Þar mátti sjá margar fallegar flíkur og fylgihluti og greina yfirvofandi tískustrauma. Víða mátti sjá munstraðar flíkur, og þá sér í lagi blóma- og austurlensk munstur, líkt og hjá hönnuðunum Jason Wu og Proenza Schouler. Víðar leðurbuxur voru einnig áberandi og mátti sjá fyrirsætur klæðast slíku á sýningum Topshop Unique, Gucci og Derek Lam. Tíska og hönnun 15. mars 2012 12:00
Litagleði í bland við klassík Vorið er á næsta leyti og því óhætt að segja að tískuáhugamenn bíði spenntir eftir ferskum og flottum flíkum í verslanir eftir veturinn... Tíska og hönnun 14. mars 2012 12:00
Skart innblásið af þorskbeinum Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Tíska og hönnun 13. mars 2012 14:30
Nicole Richie sjúklega smart Nicole Richie vakti verðskuldaða athygli í New York í vikunni þar sem hún sótti hina ýmsu viðburði! Tíska og hönnun 13. mars 2012 11:30
Shadow Creatures sendir frá sér litríka undirfatalínu Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. "Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma,“ segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. "Þetta á Tíska og hönnun 12. mars 2012 14:00
Marc Jacobs mætti í kjól Það var mikið um gleði í eftirpartýi að lokinni Louis Vuitton tískusýningu á dögunum. Tíska og hönnun 12. mars 2012 11:17
Fá formúu fyrir að setjast á fremsta bekk Stjörnurnar hafa flykkst milli borga á borð við New York, London, Mílanó og París til að dást að komandi hausttísku en nú hefur komið í ljós að flestar þeirra þiggja laun fyrir að setjast á hinn fræga fremsta bekk. Tíska og hönnun 11. mars 2012 14:00
Balenciaga-hatturinn nær vinsældum Á tískuvikunni í París mátti víða sjá tískuspekúlanta skarta hinum sérstaka „visor“ hatti frá tískuhúsinu Balenciaga. Höfuðfatið var hluti af vorlínu hússins sem frumsýnd var í september í fyrra. Tíska og hönnun 10. mars 2012 11:00
Misheppnuð sýning Rapparinn Kanye West sýndi sína aðra fatalínu á þriðjudaginn var og hlaut sú engu betri dóma en sú fyrsta. Á fremsta bekk mátti svo helst sjá vini West og samstarfsfólk hans úr rappheiminum. Tíska og hönnun 9. mars 2012 02:00