Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

D-A-D aðdáendur spenntir

Bergur Geirsson bassaleikari bíður spenntur eftir komu dönsku rokkaranna í D-A-D. Hann minnist þess að hafa enn verið með sítt hár þegar hann féll fyrir hljómsveitinni.

Tónlist
Fréttamynd

Hebbi endurgerður

Party Zone, dansþáttur þjóðarinnar á Rás 2, byrjar í kvöld að spila fyrstu remixin sem komu í hús eftir að blásið var til heljarinnar Herberts Guðmundssonar endurhljóðblöndunarveislu í desember

Tónlist
Fréttamynd

Spennandi plötur streyma út

Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út.

Tónlist
Fréttamynd

Zeppelin heldur áfram

Umboðsmaður Jimmy Page hefur staðfest að Led Zeppelin muni á næstunni fara á tónleikaferð og taka upp nýja plötu án söngvarans Roberts Plant. Sögusagnir hafa verið á kreiki að sú yrði raunin og eftir að Plant tilkynnti í desember að hann tæki ekki þátt í frekari endurfundum hefur allt verið sett á fullt í leit að nýjum söngvara.

Tónlist
Fréttamynd

Kassagítarrokk frá Kuroi

Hljómsveitin Kuori heldur útgáfutónleika á Grand Rokki á laugardaginn til að kynna nýja EP-plötu sína. Sveitin leikur kassagítarrokk undir áhrifum frá sveitum á borð við Led Zeppelin, Sunny Day Real Estate og Alice in Chains.

Tónlist
Fréttamynd

Engar bollur í bandið

„Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara,“ segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna.

Tónlist
Fréttamynd

Gítarleikari The Stooges látinn

Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron“ Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur.

Tónlist
Fréttamynd

Familjen til Íslands

Sænski raftónlistarmaðurinn Familjen, sem heitir réttu nafni Johan T. Karlsson, ætlar að troða upp á skemmtistaðnum Nasa föstudagskvöldið 6. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Plötusala dregst enn saman

Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry.

Tónlist
Fréttamynd

Útón fjallar um netið

Útón stendur fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu í kvöld. Hjörtur Smárason, leiðsögumaður um frumskóga veraldarvefjarins, flytur erindi um hvernig hægt er að byggja upp sterkt orðspor á netinu og leitast við að svara spurningum um hvernig við getum haft áhrif á leitarvélar eins og Google og verndað nafn/vörumerki okkar.

Tónlist
Fréttamynd

McCartney fær Bítlalögin í arf

Popparinn Michael Jackson ætlar að ánafna Sir Paul McCartney sinn hluta af stefgjöldum Bítlalaganna í erfðaskrá sinni. Jackson, sem nýlega vísaði því á bug að hann væri alvarlega veikur, vonast til að með þessu nái hann sáttum við McCartney.

Tónlist
Fréttamynd

Hraunað yfir Britpoppið

Luke Haines sem var aðal í hljómsveitunum Auteurs og Black Box Recorder fer ófögrum orðum um samtíðarmenn sína í breska poppinu í ævisögu sinni Bad Vibes: Britpop And My Part In Its Downfall, sem nýkomin er út.

Tónlist
Fréttamynd

Bjartasta vonin

Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi er valin af dómnefnd í samvinnu við fulltrúa ÍTR

Tónlist
Fréttamynd

Mozart við kertaljós

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og voru fyrstu tónleikarnir í gærkvöldi. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í sextán ár en hann skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gestum, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara og Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts „bassetthornið”.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós stendur upp úr

Tilnefningarnar til Íslensku tónlistarverðlaunana (Ístón) voru tilkynntar í gær. Sigur Rós fær langflestar tilnefningar, alls sex, en Emilíana Torrini næstflestar, þrjár samtals. Páll Óskar var ótvíræður sigurvegari síðustu verðlauna og er nú tilnefndur sem „rödd ársins“. Einnig á lag hans og Togga „Þú komst við hjartað í mér“ möguleika á að sigra í flokknum „lag ársins“.

Tónlist
Fréttamynd

Með tónlistargen föður síns

Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur troðið upp með sonum sínum tveimur að undanförnu og er afar ánægður með félagsskapinn. „Ég var farinn að örvænta og hélt að börnin mín væru ekki með tónlistargenið,“ segir Herbert Guðmundsson um syni sína Svan og Guðmund sem hafa spilað með honum að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Prefab Sprout gefa út

Gamlir aðdáendur poppgrúppunnar Prefab Sprout geta nú huggað sig við að þeir bræður Paddy McAloon og Martin hafa hreiðrað um sig í hljóðveri á ný og ætla að gefa út nýjan disk í febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Með upptökustjóra Strokes

Skagasveitin Weapons hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist A Ditch in Time, þar sem fyrrverandi upptökustjóri The Strokes kemur við sögu. Strákarnir tóku plötuna upp sjálfir á síðasta ári en um hljóðblöndun sá Gordon Raphael, sem tók upp fyrstu tvær plötur The Strokes og fyrstu plötu Reginu Spektor.

Tónlist
Fréttamynd

Jólagrautur Gogoyoko

Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistarsamfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar-umhverfi og hefur hópi listamanna verið boðinn aðgangur.

Tónlist
Fréttamynd

Tvíleikur á nýjum diskum

Þessa dagana er mikill viðgangur í útgáfu tónlistar og það eru ekki bara kórarnir, heldur líka bílskúrsböndin, einyrkjar og tvíeykin. Margir hafa lítil efni til að standa fyrir veigamiklum auglýsingum enda upplögin oft lítil. Í diskaflóðinu þessa dagana eru meðal annars þrír nýir diskar með tvíleik sem lágt fara.

Tónlist
Fréttamynd

Andrúmsloftið skiptir máli

Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfs­árs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur fengið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London.

Tónlist
Fréttamynd

Andkristni og krabbamein

Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull,“ segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum.“

Tónlist