Órafmögnuð Björk Björk Guðmundsdóttir heldur órafmagnaða tónleika í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Henni til halds og trausts verða Wonderbrass og Jónas Sen sem hafa staðið þétt við bakið á söngkonunni á nýafstaðinni tónleikaferð um heiminn. Á tónleikunum verða flutt lög sem hafa verið uppistaðan í tónleikadagskrá Bjarkar, þar á meðal lög af síðustu plötu hennar, Volta. Tónlist 23. ágúst 2008 02:00
Heimstúr Madonnu hefst á morgun Söngkonan Madonna undirbýr sig þessa dagana undir tónleikaferð um heiminn sem hefst á morgun á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Madonna sem varð fimmtug fyrir rúmri viku mun koma fram á 16 tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Wembley í London, áður en hún færir sig yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Tónlist 22. ágúst 2008 20:45
Sign fékk gullplötu fyrir lag á safnplötu Kerrang! Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Tónlist 22. ágúst 2008 11:15
Raddaður ævintýraheimur Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu nýliðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Tónlist 22. ágúst 2008 06:00
Tónlistarhátíð fyrir unglinga Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan september. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dagstraumur. Tónlist 22. ágúst 2008 06:00
Samdi lagið Þú og ég fyrir gamla vinnuveitandann KK er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Hann á nýtt lag í auglýsingu fyrir SS og fyrsta plata hans í sex ár með eigin efni kemur út í október. Auk þess kennir hann á böskaranámskeiði á Skagaströnd um næstu helgi. Tónlist 11. ágúst 2008 05:00
Dönnuð stemming Bogomil Font og Milljónamæringarnir spila á miðnæturtónleikum í Þrastalundi um verslunarmannahelgina, 1. og 2. ágúst. Boðið verður upp á karnivalstemningu í lundinum, sprell yfir daginn fyrir fjölskyldur, hlaðborð að hætti hússins og dansskemmtun fyrir fullorðna. Tónlist 31. júlí 2008 06:00
Klúbbakvöld Trevor Loveys, einn þekktra plötusnúða hjá Ministry of Sound, klúbbnum og plötufyrirtækinu, spilar í Sjallanum, Akureyri á föstudagskvöld og á Tunglinu á laugardagskvöld. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið hluti af tvíeykinu Switch sem hefur endurhljóðblandað fjölda laga, m.a. eftir Chemical Brothers og Róisin Murphy. Tónlist 31. júlí 2008 06:00
Fagna plötu Útgáfu plötunnar Jawbreaker með Tommygun Preachers verður fagnað á Organ í kvöld. „Það verður örugglega þrusustemming. Fólk er að hita upp fyrir verslunarmannahelgina og auðvitað afmælishátíð Organ. Við erum loksins að koma aftur og ryðjast inn í bæinn, en við erum búnir að vera að spila mikið í Keflavík," segir Smári, gítarleikari Tommygun Preachers. Tónlist 31. júlí 2008 06:00
Þetta er bara músik Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Tónlist 31. júlí 2008 06:00
Vel heppnað hliðarspor Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Tónlist 31. júlí 2008 05:15
Ungar hæfileikakonur í Hömrum Tónleikar undir yfirskriftinni Seiðandi sumarhljómar fara fram í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þar koma fram þær Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari og leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Tónlist 30. júlí 2008 06:00
Hætt við tónleika Nightwish Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst“. Tónlist 29. júlí 2008 03:45
Miklu kraftmeiri en Nylon Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norðlingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. Tónlist 25. júlí 2008 08:00
Djasshátíð haldin í ágúst Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónlist 24. júlí 2008 10:00
Rokkblanda á Organ í kvöld DLX ATX (Deluxe Attacks), Æla og Swords of Chaos spila á Organ í kvöld. Tónlist 24. júlí 2008 08:00
Tónlist fyrir orgel og horn á hádegistónleikum Á hádegistónleikunum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun koma fram hornleikarinn Svafa Þórhallsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12.15, eru hluti af röð tónleika sem haldnir eru í samvinnu Félags íslenskra organleikara og Alþjóðlegs orgelsumars. Tónlist 23. júlí 2008 06:00
Abba selst og selst Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Tónlist 22. júlí 2008 09:00
Húsband spilar eftir fíling Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. Tónlist 22. júlí 2008 06:00
Ræða þróun tónlistarheimsins Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. Tónlist 22. júlí 2008 06:00
Ennþá óháð, ennþá fersk Um síðustu helgi blés bandaríska plötuútgáfan Sub Pop til mikillar tónlistarveislu í Redmond í nágrenni Seattle til að fagna tuttugu ára starfsafmæli útgáfunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu þessarar merku útgáfu sem m.a. kom Nirvana á framfæri og sem hefur í gegn um öll tuttugu árin haldið áfram að gefa út frábæra tónlist. Lífið 18. júlí 2008 06:00
Tónlistarfólk í stjörnusápu Amy Winehouse, Razorlight og Bloc Party leika í nýrri sjónvarpsseríu á netinu. Þá má sjá Duffy, Girls Aloud og The Feeling í aukahlutverkum. Sápan heitir 'The Secret World Of Sam King' og verður aðeins aðgengileg þeim sem nota Bebo-vefsvæðið. Tónlist 18. júlí 2008 06:00
Nóg að gera hjá Bang Gang Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónlist 18. júlí 2008 06:00
Fá Færeyinga til að dansa Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Tónlist 18. júlí 2008 06:00
Timbaland og Jay-Z saman í hljóðveri Stórpródúsentinn Timbaland segir þá Jay-Z stefna á samstarf við næstu plötu rapparans. Hafa þeir kappar áður starfað saman, til dæmis við „Big Pimpin“ sem sló í gegn á heimsvísu árið 2000. Tónlist 18. júlí 2008 01:30
Neðanjarðarrapp á Organ Triangle Productions munstanda fyrir tónleikum á Organ í kvöld. Tónlistarmaðurinn Josh Martinez mun koma fram en hann er einn virtasti neðanjarðarrappari heimsins í dag og fékk plata hans Buck up Princess verðlaun fyrir bestu hiphop-plötu ársins í föðurlandi hans Kanada árið 2004. Tónlist 15. júlí 2008 06:00
Á morgun með Megasi Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Tónlist 15. júlí 2008 05:30
Rod Stewart aftur með Faces Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Tónlist 14. júlí 2008 05:15
Haffi Haff syngur um Bin Laden "Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag,“ segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. "Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum,“ segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. "Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann.“ Tónlist 11. júlí 2008 05:00
Fyrsta plata Merzedes Club í búðir á morgun Langþráður frumburður hljómsveitarinnar Merzedes Club lítur dagsins ljós á morgun, þegar platan „I wanna touch you“ kemur út. Slagara á borð við „Ho ho ho we say hey hey hey“ og „Meira frelsi“ þarf vart að kynna fyrir mörgum, en þau eru bæði á plötunni. Titillagið „I wanna touch“ you hefur einnig vermt sæti á flestum vinsældalistum landsins. Nýjustu afurðina, „See me now“, er einnig að finna á plötunni, ásamt fleiri verðandi smellum. Tónlist 10. júlí 2008 13:44