Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ólöf Arnalds með síðdegistónleika

Ólöf Arnalds heldur síðdegistónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg á morgun. Þar mun hún leika lög af plötunni Við og Við sem kom út hjá 12 Tónum í vor og kemur út í Evrópu í næsta mánuði.

Tónlist
Fréttamynd

Stuðmenn í Mosó

Hljómsveitirnar Stuðmenn og Gildran spila á útitónleikum á íþróttavellinum að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Tilefnið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem er nú haldin í þriðja sinn dagana 23. til 26. ágúst. Bærinn er tuttugu ára og verður dagskráin því sérlega vegleg í þetta sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Jónas með tónleika

Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21.

Tónlist
Fréttamynd

Í Höllinni 13. október

Megas og Senuþjófarnir halda tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 13. október. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu ætlar Megas að spila í Höllinni í tilefni af útgáfu plötunnar Frágangur. Hefur platan selst í um þrjú þúsund eintökum og er fjórða söluhæsta plata Megasar frá upphafi.

Tónlist
Fréttamynd

Frumsamið R&B á Gauknum

Hljómsveitin Soul 7 heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Leikin verða frumsamin lög eftir söngkonuna Katrínu Ýr Óskarsdóttur og Katherine Dawes, samnemanda Katrínar í tónlistarskóla í London. Einnig verða leikin þekkt R&B lög með blús-, fönk- og gospelívafi.

Tónlist
Fréttamynd

Endurnærðir Papar snúa aftur

Paparnir ætla að dusta rykið af hljóðfærunum eftir gott frí og spila á nokkrum vel völdum stöðum frá 24. ágúst til 19. október. Þeir hafa ekkert komið fram síðan 18. apríl og eru því orðnir verulega endurnærðir.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja til heiðurs George Michael

Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael.

Tónlist
Fréttamynd

Viljum að fólk hristi búkinn

Fjórða hljóðversplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake it good, kom út um helgina. Vignir Guðjónsson ræddi við Samúel J. Samúelsson um gripinn. Hljómsveitin Jagúar fagnaði níu ára afmæli sínu með pomp og prakt um helgina og hélt vel heppnaða afmælis- og útgáfutónleika á Organ á laugardagskvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Mood með tónleika

Bergþór Smári, sem vakti athygli í síðustu Eurovision-keppni með laginu Þú gafst mér allt, spilar með hljómsveit sinni Mood á Næsta bar í kvöld. Mood var stofnuð árið 2003 og er skipuð, auk Bergþórs, þeim Inga Skúlasyni, bassaleikara Jagúars, og trommaranum Friðriki Júlíussyni.

Tónlist
Fréttamynd

Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni

Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og Gerrit Schuil, píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði.

Tónlist
Fréttamynd

Eivör Pálsdóttir á Ormsteiti

Ormsteiti er tíu daga hátíð sem haldin er á Héraði, og hluti af þeirri hátíð er skógardagurinn, sem fór að sjálfsögðu fram í Hallormstaðaskógi. Þar söng Eivör Pálsdóttir, eins og henni einni er lagið, fyrir hátt í sexhundruð manns.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós í mynd DiCaprio

Hljómsveitin Sigur Rós á lag í heimildarmyndinni 11th Hour sem hjartaknúsarinn Leonardo DiCapro framleiðir og talar inn á. Á meðal fleiri sveita sem eiga lög í myndinni eru Coldplay og Cocteau Twins.

Tónlist
Fréttamynd

Fjölhæfur Common

Hiphop-tónlistarmaðurinn Common hefur gefið út nýja plötu að nafninu Finding Forever. Common lék einnig nýlega í myndinni Smokin‘ Aces ásamt Jeremy Piven, Aliciu Keys og Ben Affleck en hann er vel liðtækur í leiklistinni auk tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Stemningin skipti öllu máli

Fyrsta sólóplata Elízu Geirsdóttur Newman, Empire Fall, er komin út. Elíza, sem var áður í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og Skandinavíu, gefur út plötuna hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sínu, Lavaland Records.

Tónlist
Fréttamynd

Töfrar frá Springsteen

Nýjasta plata Bruce Springsteens, Magic, kemur út 2. október næstkomandi. Þetta verður fyrsta plata Springsteens með hljómsveitinni E Street Band í fimm ár, eða síðan The Rising kom út við mjög góðar undirtektir.

Tónlist
Fréttamynd

Spænskt þungarokk

Spænska þungarokkstríóið Moho heldur tvenna tónleika á Íslandi í byrjun september. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og síðan þá hefur hún gefið út tvær plötur og spilað víðs vegar um heiminn.

Tónlist
Fréttamynd

Gummi - Stafrænn Hákon - Þrjár stjörnur

Ég sá fyrst Stafrænan Hákon (eins manns verkefni Breiðhyltingsins Ólafs Josephssonar) þegar sveitin hitaði upp fyrir Godspeed You! Black Emperor. Fannst sveitin óttalegt mald í móinn og hún hitti ekki alveg í mark.

Tónlist
Fréttamynd

Blása lífi í Presley

Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik.

Tónlist
Fréttamynd

Ný plata og tónleikar

Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar Jagúar, „Shake it good“ kemur út í dag – á sama degi og sveitin fagnar níu ára afmæli sínu. Til að fagna afmælinu og útgáfu nýju plötunnar býður sveitin í partí á tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti.

Tónlist
Fréttamynd

Rokkveisla og pylsuát á Dillon

Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Miklatún á menningarnótt

Tónleikar Menningarnætur í ár verða á Miklatúni en þetta er í fjórða skipti sem þeir eru haldnir. Hingað til hafa þeir verið staðsettir á hafnarbakkanum en meðal annars í ljósi vel heppnaða tónleika Sigur Rósar á Miklatúni í fyrrasumar var ákveðið að færa þá þangað.

Tónlist
Fréttamynd

Hljómsveitin Skriðurnar

Hljómsveitin Grjóthrun í Bolungarvík hefur lengi talist fremsta sveit bæjarfélagsins. Meðlimir hafa æft í bílskúr einum góðum í ró og næði. En nú hefur orðið breyting þar á. Góður hópur kvenna hafði um nokkurt skeið hist í heimahúsi, ekki til að borða kökur og sauma út, heldur semja lög og texta og nú deila þær bílskúrnum með Grjóthruni.

Tónlist
Fréttamynd

Myndin um Sigur Rós

Sigur Rós - Heima - er nafn kvikmyndar um hljómsveitina Sigur Rós og tónleikaferð hennar um landið fyrir nokkrum misserum. Hljómsveitin lék þá á ólíklegustu stöðum og öll herlegheitin voru fest á filmu. Eftir rúman mánuð verður heimsfrumsýning á myndinni á kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Ný plata með Jagúar kemur út á menningarnótt

Nýjasta hljómplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake It Good, kemur út laugardaginn 18. ágúst. Þetta er fjórða hlóðversplata sveitarinnar sem fagnar 9 ára afmæli sínu.Til að halda upp á útgáfu plötunnar býður Jagúar í útgáfu- og afmælispartý á nýja tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti.

Tónlist
Fréttamynd

Kántrýdagar á Skagaströnd um helgina

Kántrýdagar verða haldnir á Skagaströnd dagana 17.-19. ágúst næstkomandi þar sem fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram. Meðal þess sem í boði verður má nefna kántrýtónlist, gospelsöng, íslenskt rokk og afrískan trumbuslátt.

Tónlist
Fréttamynd

Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu

Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag.

Tónlist
Fréttamynd

Franskt rokk í kvöld

Franska rokksveitin Daitro heldur tvenna tónleika hérlendis í kvöld og annað kvöld. Daitro kemur frá borginni Lyon og hefur starfað saman í tæp sex ár. Hljómsveitin er oft nefnd konungur screamo-senunnar og á stóran aðdáendahóp þótt hún sé grasrótarhljómsveit. Spilar sveitin hráa, harða, en tilfinningaríka tónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Krafturinn á Klais í kvöld

Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn.

Tónlist