Skemmti öskrandi Kínverjum Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. "Ég hef bara aldrei upplifað annað eins,“ segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar. Lífið 19. maí 2008 00:01
HAM stækkar punginn Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." Tónlist 15. maí 2008 00:01
Coldplay í tónleikaferð í sumar Hljómsveitin Coldplay tilkynnti í dag um fyrirhugaða tónleikaferð sveitarinn. Tónleikaferðin ber heitið Viva La Vida, og hefst hún í Philadelphiu þann 29.júní og lýkur í Salt Lake City þann 22.nóvember. Tónlist 9. maí 2008 20:38
Beck með nýja plötu Goðsögnin Beck er farinn aftur af stað eftir nokkurt hlé. Hvorki upplýsingafulltrúi hans né útgáfufyrirtæki vilja staðfesta að nýja plata sé á leiðinni. MTV News segjast þó hafa heimildir fyrir því að ný plata komi út á næstu 4-6 vikum. Tónlist 6. maí 2008 21:17
Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Tónlist 6. maí 2008 20:04
Páll Óskar mokaði inn verðlaunum Páll Óskar Hjálmtýsson vann öll verðlaun sem hann hugsanlega gat á hlustendaverðlaunum FM 957 í Háskólabíói um helgina. Palli var tilnefndur sem besti söngvari ársins, besti sólóartistinn, bestur á sviði, og fyrir besta lag og plötu ársins og hlaut verðlaunin í öllum þeim flokkum. Tónlist 5. maí 2008 10:34
Geisladiskur til heiðurs Halldóri Haraldssyni píanóleikara Út er kominn þrefaldur geisladiskur þar sem farið er yfir feril Halldórs Haraldssonar píanóleikara en hann fagnaði sjötugs afmæli í febrúar 2007. Tónlist 4. maí 2008 14:48
Kynþokkafyllsta myndband í heimi „Já, sæll! Eigum við að ræða frumsýninguna eitthvað? Það komust færri að en vildu því allir vildu sjá Stóra G á hvíta tjaldinu,“ segir Egill Einarsson, eða Stóri G, meðlimur hljómsveitarinnar Merzedes Club. Tónlist 9. apríl 2008 06:00
Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart „Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Tónlist 27. mars 2008 05:00
Súrrealískur sigur Hljómsveitin Agent Fresco sigraði Músiktilraunir í ár. Sigurinn kom liðsmönnum sveitarinnar mikið á óvart. Tónlist 18. mars 2008 07:00
Kjóstu um besta flytjandann Vísir.is stendur í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir kosningu um vinsælasta tónlistarflytjandann. Lesendur Vísis geta fram að úrslitakvöldinu kosið sinn uppáhalds flytjanda á vefnum. Kosningin verður í þrennu lagi. Fram til 10 mars geta lesendur sent inn tilnefningar og vikuna fyrir úrslitakvöldið verður kosið á milli þeirra 15 fengu flestar tilnefningar. Tónlist 7. mars 2008 11:45
Spila með Lúðrasveit verkalýðsins á afmæli sínu 200.000 naglbítar fagna tíu ára útgáfuafmæli sínu í haust. Áfanganum verður fagnað með eftirminnilegum hætti. Tónlist 27. febrúar 2008 06:00
Iceland Airwaves í Belgíu Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Tónlist 14. febrúar 2008 10:02
Euro-nördar gráta Haffa Haff Eurovision-nördar hafa látið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. Tónlist 13. febrúar 2008 04:00