Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Stuð á Sirkus

Tónleikaröð Reykjavík Grapevine, Take me down to Reykjavík City, heldur áfram í dag. Tónleikarnir fara fram í garðinum á Sirkus við Klapparstíg og verða í tvennu lagi að þessu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðlagahátíð brátt á enda

Tveir dagar eru nú eftir af dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðin ber að þessu sinni heitið Ríma og eru kvæðamenn því áberandi í dagskránni. Í dag kl. 10 hefst langspilsþing á Kirkjuloftinu. Á sunnudag verða tvennir tónleikar.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðhátíðarlagið 2007

Mikil spenna ríkir ár hvert um hvernig þjóðhátíðarlagið muni hljóma. Nú er biðin á enda fyrir þetta ár. Hljómsveitin Dans á rósum frumfluttli þjóðhátíðarlagið 2007, Stund með þér, í Íslandi í dag í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Stóra prófið hjá Interpol

Þriðja plata Interpol er væntanleg í búðir eftir helgi en þriðja plata ýmissa listamanna hefur oft reynst þeim þrautinni þyngri. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði málið betur.

Tónlist
Fréttamynd

Jón Sæmundur opnar í dag

Jón Sæmundur Auðarson opnar í dag nýja búð sem selur Dead-vörumerkið hans, rokkabillí-föt og silkiprentunarútbúnað. Auk þessa hefur hann stofnað tónlistarútgáfuna Dead Records.

Tónlist
Fréttamynd

Melodía komin út

Í Árnasafni í Kaupmannahöfn er varðveitt sautjándu aldar handrit sem lætur lítið yfir sér en geymir fjársjóð sem tengir íslenskt þjóðlíf á þeim tímum og jafnvel fyrr við menningarheim Evrópu.

Tónlist
Fréttamynd

Vatnið úr myllu kölska

Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköpuð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomuhalds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika.

Tónlist
Fréttamynd

Curver endurútgefur Sjö

„Platan kom áður út fyrir tíu árum, þann sjöunda sjöunda 1997. Þetta er hugmyndafræðileg plata sem gengur alfarið út á töluna sjö og verknaðinn við að gera plötuna frekar en lögin sjálf,“ segir Curver sem endurútgefur plötuna Sjö á morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Pavarotti nær dauða en lífi

Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti telur að hann muni deyja á allra næstu dögum eftir að hafa barist við krabbamein í briskirtli frá því í júlí í fyrra. Að sögn dóttur Pavarottis, Giuliana, er úthaldið á þrotum eftir rúmlega árslanga baráttu.

Tónlist
Fréttamynd

Bakkabræður vildu Nínu og Álfheiði Björk

Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Dúndurfrétta mættu í veiðihúsið við Kjarrá síðastliðinn sunnudag til þess að spila fyrir góðan hóp gesta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fóru Bakkavararbræður þar fremstir í flokki og buðu þeir upp á bæði dýrindis kálfakjöt og eðalvín.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta íslenska strákabandið

Einar Bárðarsson ætlar ekki að láta sitja við að hafa búið til stúlknasveitina Nælon. Nú hefur hann leitt saman fimm unga menn sem mynda strákasveitina Luxor.

Tónlist
Fréttamynd

Bocelli syngur á Íslandi

Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns.

Tónlist
Fréttamynd

Kira Kira í kvöld í Iðnó

Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir heldur tónleika í kvöld af því tilefni að hún hefur nú lokið upptökum á nýju safni tónsmíða sem væntanlegar eru á markað síðla árs eða í ársbyrjun 2008. Með henni á sviði gamla Iðnaðarmannahússins verða Seabear og Hudson Wayne. Herlegheitin hefjast upp úr tíu að kvöldi og verður vonandi friður fyrir lendingum einkaþotna yfir Tjörninni þessa kvöldstund.

Tónlist
Fréttamynd

Hádegistónleikar í Ketilhúsinu

Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12.

Tónlist
Fréttamynd

Velkomin aftur

Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Magni syngur bandaríska þjóðsönginn

„Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Tónlist
Fréttamynd

Horfinn dagur kominn út

Minningarútgáfa með tónsmíðum Árna Björnssonar tónskálds er komin út á tveimur diskum sem geyma úrval tónsmíða hans: kammerverk, kór- og einsöngslög, auk þriggja dægurlaga sem hann samdi. Útgáfan er helguð minningum þeirra hjóna, Árna og Helgu konu hans. Er nú loks fáanlegt yfirlit um höfundarverk þessa virta tónlistarmanns sem hrifinn var frá verki á miðjum aldri.

Tónlist
Fréttamynd

Innipúkinn á nýjum tónleikastað

„Planið er að hafa þetta minna í sniðum en síðustu ár. Ná kósí stemningu og hafa það huggulegt frekar en að hafa þetta eitthvert stórt festival,“ segir Björn Borko Kristjánsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem verður haldin í Reykjavík um verslunarmannahelgina.

Tónlist
Fréttamynd

Sumartónleikar tvítugir

Á þessu sumri eru tuttugu ár liðin síðan Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hratt Sumartónleikum á Mývatni af stað. Þessi menningarauki fyrir heimamenn og gesti hefur árlega glætt sumarnóttina tónabirtu þó atriðin hafi mörg verið flutt af fáum en vel sótt.

Tónlist
Fréttamynd

Sverrir Bergman í fótspor Oasis

„Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði.

Tónlist
Fréttamynd

Náttúruvernd á Nasa

Styrktartónleikar náttúruverndarsamtakanna Sav­ing Iceland fóru fram við góðar undirtektir á Nasa á mánudagskvöld. Fjöldi manns var þar samankominn til að styðja málstaðinn og hlýða á nokkra af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Glaðir og fjörugir hálfvitar

Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir gerði allt brjálað í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sveitin hélt útgáfutónleika en hún gaf nýlega út disk sem ber nafn sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Rokk og ról hjá Cartier í París

Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Vinnumiðlunin Future Future

„Ég held að það sé hinn óþrjótandi brunnur sköpunar hljómsveitarmeðlima Future Future sem veldur þessu," segir Siggi Oddsson, söngvari Future Future.

Tónlist
Fréttamynd

41 lag um Þjóðhátíð

Tvöfalda safnplatan Í brekkunni – Á Þjóðhátíð í Eyjum er komin út. Á plötunum, sem innihalda 41 lag, eru flest af vinsælustu Þjóðhátíðarlögunum í gegnum tíðina og einnig lög sem hafa tengsl við Þjóðhátíð og stemninguna í Eyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðlögin óma alls staðar að

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst eftir helgina en að þessu sinni verða kvæðamenn áberandi á hátíðinni en þá verður einnig boðið upp á námskeið á háskólastigi um íslenska þjóðlagatónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Velgengnin mömmu að kenna

Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is.

Tónlist
Fréttamynd

Stórtónleikar fyrir austan

„Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Örvhentur eins og Hendrix

Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt."

Tónlist