Stefnir í sólríkan og hlýjan sumardag fyrsta víða um land Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan. Innlent 24. apríl 2024 20:39
Veturinn sá kaldasti síðan 1999 Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Veður 24. apríl 2024 19:03
Nú er hægt að elta góða veðrið um landið með kortavef Já.is Veðurupplýsingar frá Veðurstofu Íslands eru orðnar aðgengilegar á kortavef Já.is. Samstarf 24. apríl 2024 10:49
Þurrt að mestu og hiti að tólf stigum Útlit er fyrir hæglætisveður í dag þar sem verður þurrt að mestu og milt. Reikna má með heldur meira af skýjum en í gær, en það ætti að sjást víða til sólar. Veður 24. apríl 2024 07:12
Hægur vindur og sólríkt veður Hæðarhryggur er nú yfir landinu með hægum vindi og sólríku veðri, en skýjabakkar ná inn á vestanvert landið í dag og má þar búast við dálítilli súld við ströndina. Veður 23. apríl 2024 07:35
Hiti að þrettán stigum Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu í dag og er útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjuðu. Veður 22. apríl 2024 07:10
Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. Veður 21. apríl 2024 19:27
Gul viðvörun á Norðurlandi eystra Gul viðvörun er á Norðurlandi eystra á milli klukkan ellefu og fimm í dag. Ástæðan er suðvestan stormur, sem gæti verið hvað verstur á Tröllaskaga. Vindhviður munu víða vera yfir 35 metra á sekúndu að sögn Veðurstofu. Veður 21. apríl 2024 08:31
Víða blautt í dag og varað við asahláku Í dag gengur í sunnan strekking eða allhvassan vind með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Norðaustan til verður úrkomuminna. Síðdegis bætir í rigningu, og verður talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti verður víða fimm til 12 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan. Veður 20. apríl 2024 09:15
Straumhvörf í veðrinu „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Innlent 19. apríl 2024 08:49
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. Veður 19. apríl 2024 07:09
Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi. Veður 18. apríl 2024 09:09
Enn verður kalt í dag Í dag verða litlar breytingar á veðrinu. Enn verður kalt og samhliða hæg norðlæg eða breytileg átt. Á norðanverðu landinu gæti snjóað dálítið og verið frost. Stöku skúrir eða él sunnantil á landinu og hiti þar um eða yfir frostmarki. Veður 18. apríl 2024 07:12
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. Erlent 17. apríl 2024 08:59
Hlýnar um helgina Áfram verður svalt í dag og á morgun en um helgina fer að hlýna. Grunnar lægðir fara nú austur með suðurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þeim fylgi lítilsháttar úrkoma öðru hverju og frekar hægur vindur. Veður 17. apríl 2024 08:04
Fer að snjóa sunnan- og vestantil Hæðarhryggur fer austur yfir land með þurru veðri og víða björtu, en lítilsháttar éljum norðan- og austanlands fram eftir morgni. Veður 16. apríl 2024 07:13
Hríðarveður og erfitt yfirferðar á Norðurlandi í dag Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni. Veður 15. apríl 2024 10:11
Geta sent ökumönnum skilaboð í rauntíma á nýjum skiltum Vegagerðin vonast til þess að geta komið upplýsingum til ökumanna á fjallvegum með skilvirkari leiðum á nýjum skiltum. Innlent 15. apríl 2024 09:09
Norðanátt og víða él á landinu Dálítil lægð er nú stödd fyrir norðan land og hún þokast til suðausturs í dag. Má reikna með að það verði norðan- og norðvestanátt á landinu, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu og él, en bjart að mestu sunnantil. Veður 15. apríl 2024 06:57
Snjóflóðið reyndist vera stór skafl Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis. Innlent 12. apríl 2024 14:01
Fastir bílar loka Steingrímsfjarðarheiðinni Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er ófær sem stendur. Innlent 12. apríl 2024 07:42
Víða dálítil snjókoma eða él Gera má ráð fyrir norðan kalda eða stinningskalda og dálitlum éljum eða snjókomu í dag, en þurrt að kalla suðvestanlands. Það mun lægja smám saman þegar líður á daginn og styttir víða upp. Kólnar svo í veðri með kvöldinu. Veður 12. apríl 2024 07:24
Hvöss austanátt syðst á landinu Gert er ráð fyrir hvassri austanátt syðst á landinu í dag , en talsvert hægari vindi annars staðar. Einnig verður úrkoma um mest allt land, snjókoma fyrir norðan en rigning eða slydda sunnan heiða. Veður 11. apríl 2024 07:33
Taka ný veður- og upplýsingaskilti í notkun Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Til stendur við koma upp fleiri að þessari tegund á næstunni. Innlent 10. apríl 2024 11:21
Bætir í vind og úrkomu í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar. Veður 10. apríl 2024 07:13
Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 9. apríl 2024 15:46
Óvissuástandi aflýst fyrir norðan og austan Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum og Norðurlandi. Innlent 9. apríl 2024 08:22
Skýjað að mestu en úrkoma eða rigning sunnantil Grunn lægð lónar úti fyrir suðausturströndinni og fylgir henni dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. Veður 9. apríl 2024 07:14
Öllum rýmingum aflétt á Austurlandi Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum. Innlent 8. apríl 2024 15:41
Aflétta rýmingu í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Búið er að aflétta hættustigi og rýmingu í Neskaupstað. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að úrkomulítið sé orðið í Norðfirði, bloti kominn í snjóinn og að lítill snjór sé í neðri hluta hlíða. Veður 8. apríl 2024 09:12