Sumir Bolvíkinga snúa heim Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur hefur aflétt rýmingu á íbúðarhúsum í Ljósalandi, Heiðarbrún og hluta Traðarlands og geta íbúar þessara húsa haldið til síns heima. Er þarna um að ræða 24 hús. Rýming sex húsa í Dísarlandi er áfram í gildi. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Vinnan hófst á snjómokstri Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri sorpbrennslunnar Funa, byrjaði ásamt öðrum starfsmönnum að moka snjó til að koma starfssemi stöðvarinnar í gang. Starfsmennirnir þurftu að yfirgefa stöðina um klukkan fjögur á mánudag eftir að snjóflóð féll og lenti á snjóflóðavarnargarði fyrir ofan sorpstöðina. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Lífið komið í eðlilegt horf Leiðin til Súðavíkur var opnuð í gær en hún hafði verið ófær frá því á sunnudag. Barði Ingibjartsson, prestur í Súðavík, segir bæjarlífið vera aftur komið í eðlilegt horf. Byggðin í bænum hafi aldrei verið í neinni hættu enda var hún flutt eftir snjóflóðin árið 1995. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Splundra öllu sem á vegi verður Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Leiðindafærð um allt land Leiðindafærð var víða á landinu í gær þó svo að flestar helstu leiðir væru færar. Mosfellsheiði var þó ófær og varaði Vegagerðin fólk við því að vera þar á ferli. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Húsin keypt vegna snjóflóðahættu Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Veit ekki hvert framhaldið verður Hjálmar Sigurðsson, ábúandi á Hrauni í Hnífsdal, segir snjóflóðið í fyrradag það stærsta sem hann viti til að hafi á þessum stað. Gamli bærinn er gjörónýtur en ekki er nema um eitt og hálft ár síðan sonur hans bjó í hluta bæjarins. Þá fór flóðið inn um eldhúsglugga á nýja bænum. Fjölskyldna hafði rýmt húsið kvöldinu áður en flóðið féll. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Enn hættuástand í Bolungarvík Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Mörg hús tóm í nótt 138 manns höfðu ekki fengið að fara til síns heim í gær vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum. 92 á Bolungarvík og en þar þurftu þeir fyrstu að yfirgefa hús sín á sunnudag. Í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði höfðu alls 46 þurft að rýma hús sín, flestir í Hnífsdal eða 35 manns. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Mjólkurlaust í Bolungarvík Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Átta hús skemmd eftir snjóflóð Snjóflóð lenti á býli við Hnífsdal, blokk og raðhúsi vestan við aðalbyggð bæjarins. Húsin höfðu verið rýmd en eignatjón íbúanna er mikið. Óljóst er hvort þeir fái að búa áfram í húsunum. Um 140 manns hafa yfirgefið hús sín í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Hálfan sólarhring til Akureyrar Þetta var ekkert, ég hef komist upp í það að vera 55 tíma í bílnum á leiðinni norður," segir Arnar Andrésson flutningabílstjóri, en hann flytur Fréttablaðið og DV norður í land. Arnar lagði af stað frá Reykjavík norður á Akureyri þrátt fyrir ófærðina klukkan tvö í fyrri nótt og náði á leiðarenda hálfum sólarhring seinna. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Mokstur hafinn víða Mokstur hófst í gær á sunnanverðum Vestfjörðum að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegagerðinni. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Matur fluttur sjóleiðina Björgunarskipið Gunnar Friðriksson fór í gær með mjólk og brauð sjóleiðina til Súðavíkur. Sex strandaglópar sem höfðu verið veðurtepptir í Súðavík frá því á sunnudag fengu far með bátum til Ísafjarðar. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Fáir út fyrir hússins dyr Það lægði aðeins í gærkvöldi en svo kom aftur smá hvellur í morgun og það er rétt hægt að komast um göturnar, en ekki mikið meira en það," segir Guðmundur Ingþór Guðjónsson lögregluþjónn á Patreksfirði um veðurfarið. "Við höfum þó ekki þurft að aðstoða fólk við að komast á milli staða, það hefur allt sloppið," bætir hann við. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Nokkur snjóflóð féllu á Vestfjörðum í gær en engan sakaði. Um 160 manns víðs vegar um Vestfirði hafa yfirgefið heimili sín. Björgunarsveitir aðstoðuðu fólk vegna ófærðar. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Lúsasjampó sótt í ófærð Í hríðarbyl og ófærð þurfti að útvega auknar birgðir af lúsasjampói í Hólmavík í gær, en óværan hefur stungið sér niður í bænum síðustu daga. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Sérútbúnir bílar aðstoða rútur Fimmtán björgunarsveitarmenn á sérútbúnum björgunarsveitarbílum frá þremur sveitum í Húnavatnssýslu aðstoðuðu rútur Norðurleiða og fólksbíla í gegnum Víðidal í Húnavatnssýslu í gær. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Neituðu að fara að heiman Nokkrir íbúa þriggja húsa við Dísarland í Bolungarvík neituðu að yfirgefa heimili vegna snjóflóðahættu þegar lögreglu bar að garði síðasta sunnudagskvöld. Alls voru það sex sem ekki yfirgáfu heimili sín, þar á meðal eitt barn, þrettán ára gömul stúlka. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Hríðarbylur og snjóflóð Vestra Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Helstu leiðir orðnar færar Hálka er á vegum um allt land. Um norðausturströndina er skafrenningur og slæmt ferðaveður, en þó fært. Allar helstu leiðir eru nú orðnar færar: um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar, norður til Akureyrar, Ólafsfjarðar, Húsavíkur, um Möðrudalsöræfi og austur á land. Veðurstofan varar við stormi um landið norðvestanvert á morgun. Innlent 2. janúar 2005 00:01
Hús rýmd á Vestfjörðum Vegna slæmrar veðurspár hefur Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar tekið ákvörðun um að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 2. janúar 2005 00:01
Búist við ofsaveðri Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, á Suður- og Vesturlandi um tíma síðdegis að sögn Veðurstofunnar. Búist er við að veðrið bresti á á tímabilinu frá klukkan 16 til 18 og að það muni vara í eina til tvær klukkustundir með ofankomu og slæmu skyggni. Innlent 31. desember 2004 00:01
Leiðindaveðri spáð í kvöld Útlit er fyrir leiðindaveður sunnan- og vestanlands seinni partinn í dag. Þar er búist við stormi með snjókomu og éljagangi. Á Norðaustur- og Austurlandi gæti hins vegar orðið sæmilegt veður með hægari vindi og einhverjum éljum. Hitastigið verður líklega um frostmark og fer kólnandi með kvöldinu. Innlent 30. desember 2004 00:01
Búist við snjóþyngslum Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum færar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. Innlent 29. desember 2004 00:01
Vonskuveður á gamlársdag "Það lítur út fyrir að síðdegis á gamlársdag verði vonskuveður. Það gæti þó alveg rofað til um eða uppúr miðnætti, þó kannski síst sunnan til," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Með kvöldinu snöggkólnar og um miðnætti býst Sigurður við frosti á bilinu eitt til fimm stig. Innlent 29. desember 2004 00:01
Sjö Íslendingar á hættusvæðum Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga stadda í Asíu. Aðeins sjö þeirra eru taldir hafa verið á hættusvæði vegna jarðskjálftans við Súmötru. Fólk af taílenskum ættum hefur óskað aðstoðar Rauða krossins við að hafa uppi á ættingjum. </font /></b /> Erlent 28. desember 2004 00:01
Valda ekki flóðbylgjum hér Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Erlent 27. desember 2004 00:01
Mannskaði vegna flóðbylgja Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. Erlent 26. desember 2004 00:01