Þriðji hver hlýtur varanlegan skaða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2015 20:07 Þriðji hver sem leitar til læknis eftir að hafa horft á sólmyrkva hlýtur varanlegan skaða á augum. Þetta sýna nýlegar rannsóknir. Skólastjórnendur í leik- og grunnskólum borgarinnar koma til með að sjá til þess að börn horfi ekki óvarin í sólina. Útlit er fyrir að landsmenn geti flestir notið sólmyrkvans á morgun ef að veðurspáin gengur eftir. Fólk þarf að hafa í huga að ekki má horfa beint í sólina heldur þarf að nota viðurkennd hlífðargleraugu. „ Það er stórhættulegt að horfa í sólina án þess að hafa hlífðargleraugu,“ segir Einar Stefánsson yfirlæknir augndeildar Landspítalans. „ Við horfum ekki í sólina á heiðskírum degi. Hún er svo björt að við fáum hreinlega verk í augað. Hættan er sú að þegar við horfum á sólmyrkvann þá er jú heildarbirtan minni. Vegna þess að tunglið skyggir á sólina að hluta til en svo koma sólargeislarnir meðfram kantinum og ná að brenna sem sagt miðpunktinn í sjónhimnunni á mjög stuttum tíma, sekúndubroti, meðan að við erum að horfa á sólmyrkvann, “ segir Einar. Skólastjórnendur hafa flestir undirbúið sig undir sólmyrkvann á morgun. Þær upplýsingar fengust frá skóla- og frístundaráði í dag að séð verði til þess að börn í grunn- og leikskólum borgarinnar horfi ekki óvarin til sólar á meðan að sólmyrkvinn gengur yfir. Einar segir nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Svíþjóð sýna að um þriðji hver þeirra sem leitar til læknis eftir að hafa horft á sólmyrkva hljóta varanlegan skaða á augum. Veður Tengdar fréttir Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16 Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26 Rafsuðugler líka uppseld í BYKO Sólmyrkvinn verður í beinni útsendingu á Vísi í fyrramálið. 19. mars 2015 18:17 Spá morgundagsins lygileg Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir segir útlitið gott fyrir þá sem ætla að sjá sólmyrkvann. 19. mars 2015 19:42 Góðar líkur á að sólmyrkvinn sjáist vel Horfur eru bestar á sunnanverðu landinu en verstar á Austur- og Norðausturlandi. 19. mars 2015 11:48 Sala á rafsuðuglerjum sjaldan eins mikil Verslanir hafa vart undan við að svara fyrirspurnum viðskiptavina. 19. mars 2015 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þriðji hver sem leitar til læknis eftir að hafa horft á sólmyrkva hlýtur varanlegan skaða á augum. Þetta sýna nýlegar rannsóknir. Skólastjórnendur í leik- og grunnskólum borgarinnar koma til með að sjá til þess að börn horfi ekki óvarin í sólina. Útlit er fyrir að landsmenn geti flestir notið sólmyrkvans á morgun ef að veðurspáin gengur eftir. Fólk þarf að hafa í huga að ekki má horfa beint í sólina heldur þarf að nota viðurkennd hlífðargleraugu. „ Það er stórhættulegt að horfa í sólina án þess að hafa hlífðargleraugu,“ segir Einar Stefánsson yfirlæknir augndeildar Landspítalans. „ Við horfum ekki í sólina á heiðskírum degi. Hún er svo björt að við fáum hreinlega verk í augað. Hættan er sú að þegar við horfum á sólmyrkvann þá er jú heildarbirtan minni. Vegna þess að tunglið skyggir á sólina að hluta til en svo koma sólargeislarnir meðfram kantinum og ná að brenna sem sagt miðpunktinn í sjónhimnunni á mjög stuttum tíma, sekúndubroti, meðan að við erum að horfa á sólmyrkvann, “ segir Einar. Skólastjórnendur hafa flestir undirbúið sig undir sólmyrkvann á morgun. Þær upplýsingar fengust frá skóla- og frístundaráði í dag að séð verði til þess að börn í grunn- og leikskólum borgarinnar horfi ekki óvarin til sólar á meðan að sólmyrkvinn gengur yfir. Einar segir nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Svíþjóð sýna að um þriðji hver þeirra sem leitar til læknis eftir að hafa horft á sólmyrkva hljóta varanlegan skaða á augum.
Veður Tengdar fréttir Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16 Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26 Rafsuðugler líka uppseld í BYKO Sólmyrkvinn verður í beinni útsendingu á Vísi í fyrramálið. 19. mars 2015 18:17 Spá morgundagsins lygileg Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir segir útlitið gott fyrir þá sem ætla að sjá sólmyrkvann. 19. mars 2015 19:42 Góðar líkur á að sólmyrkvinn sjáist vel Horfur eru bestar á sunnanverðu landinu en verstar á Austur- og Norðausturlandi. 19. mars 2015 11:48 Sala á rafsuðuglerjum sjaldan eins mikil Verslanir hafa vart undan við að svara fyrirspurnum viðskiptavina. 19. mars 2015 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu Skólastjóranum í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur borist tvö rausnarleg tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. 19. mars 2015 15:16
Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. 19. mars 2015 11:26
Rafsuðugler líka uppseld í BYKO Sólmyrkvinn verður í beinni útsendingu á Vísi í fyrramálið. 19. mars 2015 18:17
Spá morgundagsins lygileg Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir segir útlitið gott fyrir þá sem ætla að sjá sólmyrkvann. 19. mars 2015 19:42
Góðar líkur á að sólmyrkvinn sjáist vel Horfur eru bestar á sunnanverðu landinu en verstar á Austur- og Norðausturlandi. 19. mars 2015 11:48
Sala á rafsuðuglerjum sjaldan eins mikil Verslanir hafa vart undan við að svara fyrirspurnum viðskiptavina. 19. mars 2015 11:01