Jón Þór nýr upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Jón Þór Víglundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:10
Eydís nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Eydísi Ásbjörnsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember. Innlent 30. nóvember 2022 21:03
Lovísa nýr fréttastjóri hjá Fréttablaðinu Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 14:42
Ráðin í starf samskiptastjóra Garðabæjar Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 12:23
Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 08:34
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Torfhús Retreat Sigurður Hafsteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Torfhús Retreat í Biskupstungum. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 14:26
Ráðinn í starf framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita Jón Kolbeinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eignaumsýslusviðs Reita. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 12:36
Jón Svanberg Hjartarson ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 16:24
Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 15:14
Frá Fiskifréttum og til Hjálparstarfs kirkjunnar Svavar Hávarðsson hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Svavar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri frá árinu 2006. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 12:07
Styrmir Sigurjónsson hættir hjá Arion banka Styrmir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 16:53
Sigríður Sía í framkvæmdastjórn Advania Sigríður Sía Þórðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hún fer fyrir öflugu teymi sérfræðinga sem aðstoða fyrirtæki á sinni skýjavegferð. Viðskipti 24. nóvember 2022 09:19
Katla og Viðar til Aurbjargar Katla Hlöðversdóttir hefur verið ráðin sem þjónustu- og upplifunarstjóri og Viðar Engilbertsson sem markaðsstjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Aurbjörgu. Viðskipti innlent 23. nóvember 2022 13:02
Ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri Orkustofnunar Ingi Jóhannes Erlingsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra hjá Orkustofnun. Viðskipti innlent 23. nóvember 2022 09:49
Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. til 7. maí á næsta ári. Tíska og hönnun 23. nóvember 2022 09:00
Þessi sóttu um tíu stöður framkvæmdastjóra á Landspítalanum Í nýju skipuriti Landspítala sem tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir ellefu framkvæmdastjórum en áður voru þeir átta talsins. Nýlega var auglýst í stöðu tíu framkvæmdastjóra og var listinn birtur á heimasíðu Landspítalans í dag. Innlent 22. nóvember 2022 17:33
Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli. Innlent 22. nóvember 2022 17:04
Ráðin birtingarstjóri hjá Datera Ragnhildur Guðmundsdóttir hefur verið ráðin birtingastjóri birtinga- og ráðgjafafyrirtækisins Datera. Viðskipti innlent 22. nóvember 2022 09:49
Mun leiða markaðsvinnu TourDesk á erlendum mörkuðum Guðmundur F. Magnússon hefur verið ráðinn til að leiða markaðsvinnu TourDesk á erlendum mörkuðum. Viðskipti innlent 21. nóvember 2022 12:27
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. Innlent 21. nóvember 2022 09:16
Þorsteinn Skúli nýr aðstoðarframkvæmdastjóri SFV Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Þorsteinn hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 18. nóvember 2022 11:41
Magnús Þór til Kviku Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári. Viðskipti innlent 17. nóvember 2022 21:45
Þrettán vilja verða ferðamálastjóri Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti ferðamálastjóra. Einn dró umsókn sína til baka en umsóknarfresturinn rann út 10. nóvember síðastliðinn. Innlent 15. nóvember 2022 16:46
Karen Kjartans nýr meðeigandi í Langbrók Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Viðskipti innlent 15. nóvember 2022 13:17
Ráðin nýr verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Ása Berglind Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Viðskipti innlent 15. nóvember 2022 13:12
Helga María ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar Helga María Heiðarsdóttir, fjallaleiðsögumaður og hlaupaþjálfari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útihreyfingarinnar, nýstofnaðs útivistarfyrirtækis sem sérhæfir sig í ævintýramiðaðri krossþjálfun og útiævintýrum af ýmsum toga. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 11:06
Helga Dögg nýr rekstrarstjóri hjá Expectus Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 10:59
Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. Viðskipti innlent 12. nóvember 2022 12:50
Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 13:19
Guðrún og Hildur taka við sem forstöðumenn hjá Landsbankanum Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 11:10