Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Halldóru Mogensen þingmann Pírata sem hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning hinnar umdeildu reglugerðar um sóttkvíarhótel. 8.4.2021 11:25
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8.4.2021 06:51
Opið en mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga eru nú opnar almenningi að nýju en þar var opnað fyrir umferð klukkan sex í morgun eins og reynt er að gera alla jafna. 8.4.2021 06:37
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en ellefu greindust smitaðir innanlands í gær. 7.4.2021 11:34
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um viðbrögð sóttvarnalæknis við úrskurði héraðsdóms frá því í gær varðandi sóttkvíarhótel og skyldu fólks til að dvelja þar, en hann hefur ákveðið að áfrýja þeim úrskurði til Landsréttar. 6.4.2021 11:31
Mikið manntjón vegna fellibylsins Seroja Að minnsta kosti 157 eru látin og tuga er enn saknað eftir að fellibylurinn Seroja gekk yfir Indónesíu og nágrannaríkið Tímor-Leste á sunnudag. 6.4.2021 07:49
Ætla ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum vegna kórónuveirunnar Norður-Kórea ætlar ekki að senda lið á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tókýó, höfuðborg Japans, í sumar. Breska ríkisútvarpið segir að norðanmenn gefi þá ástæðu að ekki sé óhætt að senda bestu íþróttamenn landsins til Japans vegna kórónuveirufaraldursins. 6.4.2021 07:05
Skoða hvort ný sprunga sé að opnast milli gossvæðanna Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum. 6.4.2021 06:54
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fimm voru utan sóttkvíar. 31.3.2021 11:31
Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið. 31.3.2021 07:10