Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16.10.2020 08:49
Bjart og fallegt veður í dag en von á úrkomu fyrir norðan í kvöld Veðurstofan spáir víða björtu og fallegu veðri í dag en í kvöld er von á úrkomubakka inn á norðanvert landið með rigingu og jafnvel slyddu í nótt. 16.10.2020 07:05
Smituðum fjölgaði um milljón í Bandaríkjunum á einum mánuði Tilfelli kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en átta milljónir frá upphafi faraldursins. Ein milljón Bandaríkjamanna smitaðist síðasta mánuðinn, nú þegar veður fer að kólna. 16.10.2020 06:57
Maður grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði látinn laus í ljósi nýrra gagna Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. 15.10.2020 12:38
Múlaþing formlega samþykkt sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi Múlaþing var í gær formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. 15.10.2020 12:05
Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15.10.2020 10:58
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15.10.2020 08:27
Smitum fjölgar ört í Þýskalandi Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. 15.10.2020 07:54
Þríeykið: Heilbrigðiskerfið myndi aldrei standast álagið ef sóttvarnir væru í lágmarki Þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir aðgerðir stjórnvalda í faraldri kórónuveirunnar og rökstyðja þá leið sem farin hefur verið. 15.10.2020 07:28
Laxveiðin svipuð og í meðalári og mun betri en í fyrra Aukning varð í laxveiði hér á landi miðað við í fyrra og var heildarfjöldi stangveiddra laxa um 42.800 fiskar, sem er um fjörutíu og sex prósenta aukning frá fyrra ári. 14.10.2020 12:34