Sextán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í austurbænum í gærkvöldi og reyndist hann hafa tekið bifreið móður sinnar í leyfisleysi. Hinn ungi ökumaður á von á kæru fyrir að aka án réttinda.
Heldur rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þá var skorið á dekk á tveimur bifreiðum, annarri í Breiðholt og hinni í Hafnarfirði. Gerendur hafa ekki fundist.