Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13.8.2023 12:10
Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum. 13.8.2023 10:54
Það er algjör bongóblíða Það verður víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu. Sólin mun bræða það fljótt og vel. 13.8.2023 09:58
Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13.8.2023 09:06
Hælisleitendur, Úkraína og Barbie í brennidepli Barbie, hælisleitendur, orkumál og stríðið í Úkraínu verður í brennidepli í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 13.8.2023 08:45
Hópslagsmál og hávaðatilkynningar í nótt Lögreglan var kölluð til í Reykjavík og í Kópavogi í nótt vegna hópslagsmála. Alls voru 77 mál skráð hjá lögreglu yfir hálfan sólarhring, frá fimm síðdegis þar til í nótt. 13.8.2023 08:38
Alvarlega slasaður eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi Einn slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan hálf eitt í nótt. 13.8.2023 07:37
Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12.8.2023 11:33
Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. 11.8.2023 11:42
Vatnsleiðsla í sundur í Hagkaup í Smáralind Heitavatnslögn fór í sundur í Hagkaup í Smáralind upp úr hádegi í dag. Sjálfkrafarýmingaráætlun var virkjuð vegna þessa. Ekkert hættuástand skapaðist. 10.8.2023 12:41