Innlent

Vatnsleiðsla í sundur í Hagkaup í Smáralind

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í stutta stund töldu viðskiptavinir að kviknað hefði eldur í Hagkaup í Smáralind. Það reyndust óþarfa áhyggjur.
Í stutta stund töldu viðskiptavinir að kviknað hefði eldur í Hagkaup í Smáralind. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Vísir/Vilhelm

Heitavatnslögn fór í sundur í Hagkaup í Smáralind upp úr hádegi í dag. Sjálfkrafarýmingaráætlun var virkjuð vegna þessa. Ekkert hættuástand skapaðist.

Fjölmörgum verslunareigendum brá í brún upp úr hádegi þegar brunakerfið fór að væla í Hagkaup í Smáralind. Þá myndaðist gufa og taldi einn viðskiptavinur, sem hafði samband við fréttastofu, að um eldsvoða hlyti að vera að ræða. Svo var ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaupum fór vatnslögn fyrir heitt vatn í sundur með gufumyndum sem setti brunavarnarkerfið af stað. Verslunin hafi verið rýmd í skamma stund en nú sé fólk aftur farið að setja vörur í körfuna í versluninni.

Málið hafði ekki borist inn á borð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að sögn varðstjóra þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×