Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 9.11.2025 11:38
Þriggja stiga skjálfti í Öskju Jarðskjálfti í Öskju að stærðinni 3,5 mældist í Öskju í morun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir á eldstöðinni. 9.11.2025 11:00
Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Á ríkislögreglustjóri að segja af sér? Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Horfa Bandaríkjamenn fram á efnahagshrun? Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. 9.11.2025 10:04
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. 9.11.2025 09:11
Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. 9.11.2025 09:01
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. 9.11.2025 07:51
Réðst á lögreglumann í miðbænum Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 9.11.2025 07:23
„Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina og hjólaði í vinstri meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur á peppfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Sérstaklega gerði hún húsnæðismál, útlendingamál og menntamál að umfjöllunarefni sínu. 8.11.2025 15:12
Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“ 8.11.2025 13:40
Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. 8.11.2025 12:48