Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Taugalæknirinn Kári Stefánsson og athafnamaðurinn Hannes Þór Smárason hafa snúið bökum saman og stofnað fyrirtæki. Fyrirtækið nefnist ESH ehf. og er til húsa við Suðurlandsbraut. 11.11.2025 18:25
Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests. 11.11.2025 17:07
Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Aflögun undir Svartsengi er orðin hægari en áður. Á sama tíma hefur verulega dregið úr skjálftavirkni í Krýsuvík undanfarnar vikur. Enn ríkir óvissa um hvenær næstu eldsumbrot gætu orðið. Hættumat helst að óbreyttu eins fram að 25. nóvember. 11.11.2025 15:42
„Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. 9.11.2025 14:09
Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 9.11.2025 11:38
Þriggja stiga skjálfti í Öskju Jarðskjálfti í Öskju að stærðinni 3,5 mældist í Öskju í morun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir á eldstöðinni. 9.11.2025 11:00
Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Á ríkislögreglustjóri að segja af sér? Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Horfa Bandaríkjamenn fram á efnahagshrun? Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. 9.11.2025 10:04
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. 9.11.2025 09:11
Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. 9.11.2025 09:01
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. 9.11.2025 07:51