Tveggja marka tap í toppslagnum Inter tapaði 2-0 á útivelli gegn Juventus í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 24.1.2025 19:33
„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. 23.1.2025 22:41
Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig. 23.1.2025 21:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ „Helvíti skemmtilegur leikur, mikil barátta. Mikil orka sem fór í hann. Þannig að ég er bara mjög sátt, en mjög þreytt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir 63-61 sigur Vals gegn Aþenu í leik sem gerði hana að leikjahæstu konu í sögu úrvalsdeildarinnar í körfubolta. 21.1.2025 22:03
Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. 21.1.2025 21:00
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Topplið Stjörnunnar þurfti að sætta sig við þriðja tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti ÍR í Skógarselið. Heimamenn unnu leikinn 103-101 eftir framlengingu. 16.1.2025 20:19
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Ísland tapaði með tveimur mörkum í æfingaleik ytra gegn Svíþjóð, síðasta leik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Strákarnir okkar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega, lentu langt eftir á í fyrri hálfleik og þurftu, þrátt fyrir betri spilamennsku í seinni hálfleik, að sætta sig við 26-24 tap. 11.1.2025 16:31
„Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 81-75 sigur sinna manna á Álftanesi og stoltur af fjölhæfninni sem liðið býr yfir. Liðið hefur unnið tvo, mjög ólíka, leiki á árinu og lítur vel út fyrir úrslitakeppnina að mati Rúnars, en getur gert margt betur. 9.1.2025 22:24
Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Forsetahöllina í Bónus deild karla í körfubolta með sex stiga sigri á Álftanesi, 75-81. Heimamenn fengu fjölmörg tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en taugarnar voru of trekktar. 9.1.2025 21:15
„Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt. 8.1.2025 22:35
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent