Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum sýndu snilli sína á N1 fótboltamótinu á Akureyri um síðustu helgi. Stiklu fyrir þátt um mótið má finna hér fyrir neðan. 10.7.2025 10:32
„Þetta gerist rosa hratt“ Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. 10.7.2025 10:00
Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni. 9.7.2025 17:16
EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson stóðu keikir eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins í morgun og ræddu ummæli þjálfarans Þorsteins Halldórssonar, sem kallaði Sindra nautheimskan á fundinum. 9.7.2025 13:20
„Heimskuleg spurning og dónaleg“ Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi. 9.7.2025 11:22
Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Mikið stuð og stórgóð stemning er á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir leik kvöldsins gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta. Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson gengu á íslenska aðdáendur og tóku stöðuna. 6.7.2025 15:30
EM í dag: Allt eða ekkert Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs. 6.7.2025 11:43
Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum. 5.7.2025 19:31
Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Breiðablik þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Aftureldingu í gær og flýgur svo út á morgun til Albaníu fyrir leik liðsins gegn Egnatia í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfarinn Halldór Árnason segir þetta sannarlega sama félag, en alls ekki sama lið og Víkingur mætti fyrir ári síðan. 4.7.2025 14:32
Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Framkvæmdum er ekki enn lokið á Laugardalsvelli þó völlurinn sjálfur sé tilbúinn. Vellinum var hliðrað og því þarf að hliðra ljóskösturum líka, ásamt því að auka birtustigið, sem hefur ekki staðist kröfur í langan tíma. 4.7.2025 13:01