Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. 10.9.2025 23:30
„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. 10.9.2025 15:15
Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Fyrrum dómarinn David Coote, sem saug kókaín og lét gamminn geysa um Jurgen Klopp, hefur verið ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni. 10.9.2025 13:31
Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Knapar, þjálfarar og eigendur leggja niður svipur, beisli og tauma í dag, til að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á sköttum tengdum veðmálum við kappreiðar. Til stendur að hækka skattinn í sömu prósentu og gildir um allar aðrar tegundir af veðmálum. 10.9.2025 10:00
Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda André Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla, hann var sendur á láni til Trabzonspor og stóð síðan sem steinn í marki Kamerún meðan leikmaður Grænhöfðaeyja renndi boltanum yfir línuna í 1-0 sigri í gærkvöldi. Eftir leik lenti Onana svo í áflogum við áhorfendur. 10.9.2025 09:32
„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið. 10.9.2025 09:11
Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. 10.9.2025 08:33
Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Japanska sumarið hefur við verið hið hlýjasta frá því mælingar hófust og enn ein hitabylgjan ríður nú yfir, rétt áður en heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á að hefjast. Íslensku keppendurnir þrír munu því þurfa að leita leiða til að kæla sig niður. 10.9.2025 08:00
Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Bólivía lagði Brasilíu að velli og tryggði sig áfram í umspil milli liða frá öðrum heimsálfum þar sem spilað verður upp á sæti á HM á næsta ári. 10.9.2025 07:35
Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. 9.9.2025 16:31