„Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim. 22.7.2025 12:16
„Við erum ekki á góðum stað“ Arnar Grétarsson á ærið verkefni fyrir höndum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann er ráðinn til að forða liðinu frá fallsvæðinu og segir verkefnið spennandi, en á sama tíma krefjandi. 22.7.2025 09:02
„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. 22.7.2025 08:01
„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. 20.7.2025 22:27
„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. 20.7.2025 21:47
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins. 20.7.2025 18:31
Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra. 18.7.2025 14:36
Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. 18.7.2025 14:15
Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Valur og Víkingur komust áfram í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með góðum sigrum í gærkvöldi. 18.7.2025 11:43
Birnir Snær genginn til liðs við KA Birnir Snær Ingason er genginn til liðs við KA í Bestu deild karla, hann kemur til liðsins frá Halmstad í Svíþjóð. 18.7.2025 09:19