Verðlaun veitt á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili. 31.5.2024 11:32
Áhorfandi hrækti á keppanda og nú á að banna áfengi Opna franska meistaramótið í tennis hefur ákveðið að bregðast við kvörtunum kappans David Goffin og banna áfengissölu á mótinu. 30.5.2024 16:31
Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. 30.5.2024 15:45
Breyta deildabikarnum til að létta á leikjaálagi bestu liðanna Töluverðar breytingar verða gerðar á enska deildabikarnum á næsta tímabili til að reyna að létta á leikjaálagi bestu liðanna. 30.5.2024 14:31
Breiðablik-Víkingur: Rígurinn sem reisti deildina upp frá dauðum Breiðablik og Víkingur mætast á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin hafa undanfarin tímabil háð einhverja hatrömmustu baráttu sem sést hefur í íslenskum fótbolta. Baráttu sem skilur eftir sig ótal mörg eftirminnileg atvik og einskorðast alls ekki við þjálfarana. 30.5.2024 13:01
Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. 30.5.2024 11:01
Breyting á landsliðshópnum degi fyrir leik Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki. 30.5.2024 09:18
Ólympíuboxarar munu líka fá peninga fyrir að komast á verðlaunapall Alþjóða hnefaleikasambandið hefur ákveðið að fylgja alþjóða frjálsíþróttasambandinu eftir og veita verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum peningaverðlaun. 29.5.2024 17:30
Samkeppnin eykst hjá Hákoni um markmannstöðu Brentford Brentford hefur gengið frá samningi við undir 19 ára landsliðs markvörð Bandaríkjanna, Julian Eyestone. Hann mun veita Hákoni Rafni Valdimarssyni samkeppni um stöðuna. 29.5.2024 16:32
Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. 29.5.2024 14:04