Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 11:01 Frank Aron fékk skurð á höfuðið í gær en lét það ekkert á sig fá, kláraði leikinn og lyfti svo titlinum. skjáskot/stöð2sport Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira