„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27.10.2024 20:55
Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. 27.10.2024 20:55
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Víkingi dugir jafntefli en Breiðablik þarf sigur í viðureign liðanna í kvöld, úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason hafa skipað byrjunarliðin. 27.10.2024 17:33
„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. 26.10.2024 16:27
Uppgjörið: Fram - KA 1-4 | KA kláraði Fram og fær Forsetabikarinn Fram tók á móti KA í lokaumferð Bestu deildar karla og tapaði 4-1 á heimavelli. KA menn tryggðu sér með sigrinum sjöunda sæti deildarinnar, efsta sæti neðra hlutans. 26.10.2024 13:17
„Búinn að öskra þannig að ég reyndi að vera uppbyggjandi“ Ísak Wium, þjálfara ÍR, leið „mjög illa“ eftir fjórða tap liðsins í jafnmörgum leikjum í Bónus deild karla. ÍR var yfir allan fyrri hálfleikinn í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn en gaf verulega eftir í seinni hálfleik og tapaði örugglega að endingu, 73-84. 24.10.2024 21:50
Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna ÍR tók á móti Þór Þorlákshöfn og tapaði 73-84 í fjórðu umferð Subway deildar karla. Nýliðarnir eru því enn án sigurs en Þór hefur unnið þrjá leiki í upphafi tímabils. 24.10.2024 21:00
„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. 22.10.2024 21:15
Uppgjörið: FH - Sävehof 34-30 | Frábær seinni hálfleikur skilaði fyrsta Evrópudeildarsigrinum FH vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni gegn Savehof, 34-30. Gestirnir leiddu leikinn í fyrri hálfleik en heimamenn þéttu raðirnar í seinni hálfleik og unnu sterkan sigur. Savehof er enn stigalaust en getur bætt úr því þegar FH kemur í heimsókn til Svíþjóðar eftir viku. 22.10.2024 18:03
„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“ Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum. 20.10.2024 21:49