„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár. 1.7.2025 16:45
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1.7.2025 15:15
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. 1.7.2025 14:03
Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari. 1.7.2025 13:31
Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Jón Daði Böðvarsson er fluttur heim og hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í Lengjudeild karla. 1.7.2025 13:06
Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Tenniskonan Yulia Putintseva hafði áhyggjur af eigin öryggi og óskaði eftir því að áhorfandi yrði fjarlægður þegar hún spilaði á Wimbledon mótinu í gærkvöldi. Hún kallaði áhorfandann klikkaðan og óttaðist að hann væri vopnaður. 1.7.2025 12:31
Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. 1.7.2025 12:02
Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. 1.7.2025 10:32
„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. 1.7.2025 09:30
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. 1.7.2025 08:32