Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Hitabylgja svífur nú yfir Bretlandseyjar og setur svip sinn á Wimbledon tennismótið sem fer þar fram. Svipaðar aðstæður komu upp fyrir áratug síðan og þá leið yfir boltastrák. Hitinn gæti orðið sá hæsti frá upphafi í ár en skipuleggjendur mótsins hafa lært af reynslunni og munu leyfa vatnspásur. 30.6.2025 16:47
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. 30.6.2025 15:47
Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Fimmtán daga skilorðsbundnum fangelsisdómi norska frjálsíþróttaþjálfarans og fjölskylduföðurins Gjert Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað af saksóknara, þrátt fyrir að upphaflega hafi hann farið fram á tveggja og hálfs árs fangelsi. 30.6.2025 14:15
Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum. 30.6.2025 13:33
Þjálfari Botafogo látinn fara Botafogo hefur látið þjálfarann Renato Paiva fara eftir að hafa dottið út í sextán liða úrslitum HM félagsliða gegn öðru brasilísku liði, Palmeiras. 30.6.2025 12:48
Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson brákaði bein á fyrstu æfingunni á undirbúningstímabili FC Kaupmannahafnar og verður frá næstu fjórar vikurnar hið minnsta. 30.6.2025 12:14
Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. 30.6.2025 12:01
Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? ÍA sótti 0-2 sigur gegn Vestra í fyrsta leiknum undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Vestramenn hleyptu þar inn marki sem þeir eru ekki vanir að fá á sig en nokkrum spurningum er enn ósvarað, svosem hver skoraði markið og hefði það yfirhöfuð átt að standa? 30.6.2025 10:31
Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Nú líður að því að Gunnar Nelson stígi aftur inn í UFC bardagabúrið og hann æfir á kunnuglegum slóðum, í Írlandi, í aðdraganda bardagans gegn Neal Magny sem fer fram eftir tæpar þrjár vikur. Gunnar ætlar svo að gefa sér góðan tíma fyrir bardagann til að venjast aðstæðum í New Orleans. 30.6.2025 09:31
Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan. 30.6.2025 07:59