Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25.8.2020 11:04
Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24.8.2020 23:38
Forsetinn formlega tilnefndur af Repúblikanaflokknum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. 24.8.2020 22:05
Yfirlögregluþjónn biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19. 24.8.2020 20:41
Tveir COVID smitaðir um borð í Norrænu Áætlað er að Norræna komi til hafnar í Seyðisfirði á morgun í sinni fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun. Um borð eru 162 farþegar sem munu gangast undir sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til Seyðisfjarðar. 24.8.2020 19:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. 24.8.2020 17:52
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24.8.2020 17:50
Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. 23.8.2020 23:11
Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23.8.2020 22:32
Atvinnumarkaðurinn ekki kominn í frost Ráðgjafi hjá ráðningafyrirtæki segir atvinnumarkaðinn ekki kominn í frost, enn sé hreyfing og störf í boði en umsækjendur um hverja stöðu séu mun fleiri en vanalega. 23.8.2020 21:52
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent