Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég get horft í augun á ykkur“

Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna.

Loðnumælingar gefa ekki á­stæðu til bjart­sýni

Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025.

Valt inn á byggingar­svæði eftir á­rekstur við strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn.

Þrír nýir eig­endur bætast í hópinn

Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil.

Vatnsbúskapurinn fer batnandi

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað.

Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vöru­bíla

Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum.

Fleiri skora á Guð­rúnu

Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins.

Fíkni­efni í bala og milljónir í skúffu

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða.

Sjálfstæðisfélög skora á Guð­rúnu

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi.

Sjá meira