Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. 8.5.2025 12:21
Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. 8.5.2025 11:03
Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. 8.5.2025 09:15
Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Alvotech hagnaðist um tæplega 1,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins en tapaði 6,3 milljörðum króna króna á sama tímabili í fyrra. Það gerir tæplega 7,7 milljarða króna viðsnúning milli ára. Félagið hefur hækkað afkomuspá sína aftur eftir að hafa lækkað hana fyrir skömmu. 8.5.2025 08:35
Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. 8.5.2025 06:55
Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sigtryggur Magnason, sem var um árabil aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar í hinum ýmsu ráðuneytum, hefur verið ráðinn forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. 8.5.2025 06:27
Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Samskipa um ógildingu sáttar Eimskips við eftirlitið. Meðal þess sem sáttin mælir fyrir um er bann á viðskipti milli Eimskips og Samskipa. Hæstiréttur bendir á að sýknan komi ekki í veg fyrir að Samskip leiti réttar síns vegna mögulegra brota Eimskips á samkeppnislögum. 7.5.2025 16:34
Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. júní. 7.5.2025 15:49
Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Engar eignir fundust í búi GBN-2024 ehf., sem var í eigu Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er í daglegu tali kallaður Gummi kíró. 7.5.2025 11:04
Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Alvotech áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu. 7.5.2025 10:10