„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. 26.11.2025 17:03
Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Hæstiréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur fyrir að myrða sambýlismann sinn. 26.11.2025 14:03
Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. 26.11.2025 11:57
Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. 26.11.2025 11:40
Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. 25.11.2025 15:03
Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. 25.11.2025 13:48
Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. 25.11.2025 13:06
Ítalski baróninn lagði landeigendur Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu. 25.11.2025 11:31
Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. 24.11.2025 12:15
Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. 21.11.2025 16:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent