Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Töpuðu milljarði og bauna á stjórn­völd

Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar.

„Þetta endar náttúru­lega á sak­lausu fólki“

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni.

Innan við tuttugu prósent á­nægð með borgar­stjóra

Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð.

Eldur kviknaði út frá glerkúlu í glugga­kistu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík.

Setti byssu­kúlu í póst­kassa: „Næsta kemur ekki í um­slagi“

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“.

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins var jákvæð um 599 milljónir en gert hafði verið ráð fyrir rekstrarhalla upp á 228 milljónir króna. Afkoma bæjarins er því betri en áætlað hafði verið um sem nemur 827 milljónum króna.

Sjá meira