Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að una úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna um að hann þurfi að endurgreiða móður rúmar tvær milljónir vegna starfa hans í forsjármáli hennar. Þá þarf hann einnig að una áminningu fyrir að hafa samband við sameiginlega kunningjakonu þeirra og föður konunnar. 10.10.2025 17:02
Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna. 10.10.2025 15:15
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. 10.10.2025 15:01
Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. 10.10.2025 13:29
Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Fjármála- og efnahagsráðherra fagnar loðnuráðgjöf upp á 44 þúsund tonn en segist þó ætla að bíða með allar meiri háttar flugeldasýningar þar til í ljós kemur hversu stór stofninn er. 10.10.2025 11:47
Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. 9.10.2025 17:11
Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni. 9.10.2025 16:27
Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Hafnarstjóri Faxaflóahafna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þrjár breytingar á skattheimtu af skemmtiferðaskipum. Áhrif breytinganna hafi ekki verið metin og þær geti hæglega orðið til þess að tekjur hins opinbera dragist saman. Þannig sé ráðherra öfugu megin á Laffer-kúrfunni svokölluðu. 9.10.2025 14:38
Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Rafmagnslaust var frá Rimakoti á Suðurlandi austur að Vík um tíma í dag. Talið er að selta hafi valdið rafmagnsleysinu. 9.10.2025 13:06
Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. 8.10.2025 15:54