Hildur ráðin forstjóri Advania Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar. 26.2.2025 09:20
Atvinnuleysi eykst Í janúar 2025 voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,8 prósent, sem er aukning um heila prósentu milli mánaða. 26.2.2025 09:14
Skipti í brúnni hjá Indó Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. 25.2.2025 15:22
Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Héraðsdómur telur konu ekki hafa gerst seka um líkamsárás með því að fá erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. 25.2.2025 15:02
Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða. 25.2.2025 13:35
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25.2.2025 12:25
Diljá Mist boðar til fundar Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum. 25.2.2025 11:51
Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Móðir hefur verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn. 25.2.2025 11:32
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25.2.2025 10:53
Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. 24.2.2025 16:53