Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Rafmagnslaust var frá Rimakoti á Suðurlandi austur að Vík um tíma í dag. Talið er að selta hafi valdið rafmagnsleysinu. 9.10.2025 13:06
Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. 8.10.2025 15:54
Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15. Mótmælendur krefjast þess að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraela á Miðjarðarhafi í nótt, þegar farið var um borð í skipið Conscience og áhöfn þess handtekin. Meðal hinna handteknu er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína. 8.10.2025 14:41
Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. 8.10.2025 14:05
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. 8.10.2025 13:25
Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. 8.10.2025 12:19
Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. 8.10.2025 11:06
Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan. 8.10.2025 09:00
Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til stóraukna verndartolla á innflutning stáls. EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eru undanþegin tollunum. Íslendingar framleiða ekki stál en hin ríkin tvö flytja lítilræði af stáli til Evrópusambandslanda. 7.10.2025 16:26
Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. 7.10.2025 14:06