Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. 16.10.2024 18:17
„Ef allir gerðu þetta væri landið stjórnlaust“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir með ólíkindum ábyrgðarlaust af Vinstri grænum að starfa ekki í starfsstjórn, sem forseti hefur óskað eftir að sitji þar til ný ríkisstjórn er mynduð. 16.10.2024 16:16
Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16.10.2024 15:44
Hér og nú fjölgar starfsmönnum Tryggvi Gunnarsson, Rakel Mist Einarsdóttir og Kristján Valur Gíslason hafa verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hér og nú. 16.10.2024 15:17
Fimm milljarða dómur ekki talinn varða mikilvæga hagsmuni Dómur í máli þrotabús Karl Wernerssonar og Jóns Hilmars Karlssonar, sonar hans, stendur óhaggaður. Landsréttur dæmdi Jón Hilmar til greiðslu alls um fimm milljarða króna en Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. 16.10.2024 14:22
„Kemur í ljós“ hvort boðaðir ráðherrar mæti Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið boðaðið á ríkisstjórnarfund klukkan 16 í dag, þar með talið ráðherrar Vinstri grænna. Aðstoðarmaður matvælaráðherra segir munu koma í ljós hvort ráðherrar VG mæti. 16.10.2024 12:47
Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16.10.2024 12:21
Allsherjarinnköllun á krabbameinsvaldandi leikföngum Allsherjarinnköllun stendur nú yfir á Rubbabu leikföngum, sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Leikföngin innihalda of mikið af efni sem getur verið krabbameinsvaldandi. 16.10.2024 11:45
Jens Garðar vill oddvitasætið Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum. 16.10.2024 11:23
Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. 16.10.2024 10:37