Árekstur á Kringlumýrarbraut Laust fyrir klukkan tíu varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. 6.9.2023 22:30
Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur leitað logandi ljósi að Danelo Cavalcante, sem var nýverið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, en slapp úr fangelsi í lok ágúst. Yfirvöld birtu í dag myndskeið af ótrúlegri flóttaaðferð hans. 6.9.2023 22:07
„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“ Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel. 6.9.2023 21:01
Slökkvilið kallað til þegar reykur barst frá rútu í Kömbunum Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Árnessýslu var sent í Kambana á Hellisheiði þegar tilkynning barst um reyk frá rútu. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að aðeins hafði lekið inn á vél rútunnar svo reykur kom upp. Engum varð meint af. 6.9.2023 19:37
Kerfi lá niðri og Play þurfti að skilja tuttugu farþega eftir Samskiptagátt kanadíska landamæraeftirlitsins, sem auðveldar vinnslu umsókna um ferðaleyfi til landsins, lá niðri í dag. Tuttugu farþegar Play sem ekki höfðu fengið slíkt leyfi þurftu að sitja eftir þegar flogið var af stað. 6.9.2023 18:39
Hvalveiðimenn róa á miðin Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 virðast vera lagðar af stað út á miðin. 6.9.2023 18:00
Einn leiðtoga Proud Boys dæmdur í 22 ára fangelsi Enrique Tarrio, einn leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys, var í dag dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Það er þyngsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. 5.9.2023 23:35
„Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. 5.9.2023 22:24
Thelma Christel frá Lex til BBA//Fjeldco Thelma Christel Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem lögmaður hjá lögmannsstofunni BBA//Fjeldco. 5.9.2023 21:35
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. 5.9.2023 21:09