„Þetta er óafsakanlegt“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 22:24 Guðmundur Ingi er ekki sáttur með aðferðir lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira