Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. 24.8.2023 15:21
Samsett hlutfall VÍS allt að 100 prósent eftir brunann Eftir brunann á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og áætlaðan hlut VÍS í því tjóni er nú reiknað með að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98 til 100 prósent. 24.8.2023 14:20
Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. 24.8.2023 13:59
Isavia sótti 25 milljarða króna til bandarískra fjárfesta Isavia hefur gefið út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljóna evra til bandarískra fjárfesta. Það jafngildir rúmum 25 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. 24.8.2023 11:12
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24.8.2023 10:14
Mosfellingar geta tekið strætó að nóttu til á ný Næturstrætó hefur akstur til Mosfellsbæjar á leið 106 um helgina. 24.8.2023 10:08
Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 24.8.2023 08:07
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. 23.8.2023 13:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun, fjórtánda skiptið í röð. Þeir hafa ekki verið hærri í tuttugu og þrjú ár. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum. 23.8.2023 12:00
Kæra Vítalíu endanlega felld niður Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 23.8.2023 08:29