Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 08:07 Andri Heiðar verður fjárfestingastjóri Frumtaks Ventures. Frumtak Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“ Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“
Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira