Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni

Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins.

Lést af veikindum í heitri laug

Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.

Skrúfa fyrir flug­um­ferð eftir dróna­á­rásir

Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær.

Tekur ekki þátt í kapp­ræðum: „Al­menningur veit hver ég er“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær.

Tekinn fyrir akstur undir á­hrifum en átti að vera í fangelsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og færður til blóðsýnatöku en við nánari athugun reyndist hann ekki hafa mætt til afplánunar í fangelsi.

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Sjá meira