Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2023 21:18 Ferrier tókst ekki að myrða Trump. Alex Brandon/Lögreglan í Hidalgo sýslu/AP Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira