Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22.7.2023 09:32
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22.7.2023 08:11
Stofnaði ítrekað til slagsmála í miðborginni Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum. 22.7.2023 07:30
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21.7.2023 22:35
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns þann 17. júní síðastliðinn, í Drangahrauni í Hafnarfirði. 19.7.2023 16:40
Tík bjargað úr klettum Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún. 17.7.2023 12:40
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17.7.2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17.7.2023 07:46
Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. 14.7.2023 15:14
Ríkið styrkir Þorbjörn um tíu milljónir króna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra um að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík um 10 milljónir króna. 14.7.2023 13:55