Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. 11.6.2023 21:59
Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. 11.6.2023 21:17
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11.6.2023 19:51
Þrír handteknir af sérsveit í morgunsárið Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð. 11.6.2023 19:09
Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. 11.6.2023 18:52
Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. 10.6.2023 23:27
Eldur kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík. 10.6.2023 22:50
Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum. 10.6.2023 22:41
Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10.6.2023 21:29
Þyrlan flutti þrjá slasaða mótorhjólamenn á sjúkrahús Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa, annars vegar á Búðarhálsi þar sem tveir slösuðust og hins vegar við Flúðir þar sem einn slasaðist á krossaramóti. Allir þrír voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar. 10.6.2023 18:33