Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:59 Bíllinn er ansi illa farinn. Facebook/Ólöf Hallgrímsdóttir Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. „Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar. Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
„Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar.
Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira