Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. 19.3.2023 11:00
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Grindavík Eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi síðdegis í dag. Engum varð meint af og slökkvistarf gekk vel. 18.3.2023 16:42
Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18.3.2023 16:18
Gísli Örn útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness Gísli Örn Garðarson, leikari og leikstjóri, var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2023 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær. 18.3.2023 16:01
Tveir fluttir slasaðir eftir snjóflóðið Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. 18.3.2023 14:07
Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18.3.2023 13:32
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18.3.2023 12:09
Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. 18.3.2023 11:16
Sóttu slasaðan fjórhjólamann Síðdegis í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fjórhjólamanns sem slasast hafði við fjallið Strút á Mælifellssandi. 17.3.2023 23:25
Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. 17.3.2023 22:55