Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 11:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir ágang máva stærra vandamál en margan grunar. Stöð 2/Arnar Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum. Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum.
Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15
Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01